Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 76
74
þeir hafa valið sér, skyldurækni í starfi, en þó um fram allt
þann góðvilja og víðsýni, sem er skilyrði þess, að aukin þekking
verði notuð til góðra hluta.
En svo mikið sem við kennarar og nemendur háskólans höf-
um misst, er þó meiri missir konu hans, dóttur og annarra ást-
vina. Þeim vottum við öllum okkar dýpstu samúð. Með sérstöku
þakklæti minnumst við, sem höfum notið höfðingsskapar og ljúf-
mannlegs viðmóts á heimili þeirra hjóna, ógleymanlegra ánægju-
stunda þar.
Við kennarar og nemendur Háskóla fslands þökkum þér,
Þorkell Jóhannesson, fyrir allt það, sem þú hefir fyrir okkur gert.
f vanmætti okkar fáum við ekki launað þér þín ágætu störf í
okkar þágu á annan hátt. En hlýhugur okkar allra fylgir þér á
för þinni til ókunnra stranda.
Að lokinni kveðjuathöfn í háskólanum gengu stúdentar fyrir
líkfylgdinni áleiðis til kirkju, en kennarar og stúdentar voru við-
staddir útförina.
Minningarorð.
I.
Laust eftir hádegi mánudag 31. október 1960 barst sú harma-
fregn um háskólann, að rektor hefði látizt þá skömmu fyrr.
Þessi fregn kom sem reiðarslag yfir kennara og stúdenta. Rektor
gekk að vinnu sinni laugardag 29. október, reifur og glaður að
vanda. Nú var hann allur. Menn setti hljóða og gátu naumast
trúað því, sem gerzt hafði. Á slíkum stundum er háskólinn sem
lítið heimili — þá eigum vér eina sál. Hugir manna leituðu til
ástvina rektors, sem svo sár harmur var að kveðinn, og allir
treguðum vér hinn mikilhæfa fræðimann, trausta stjórnanda,
mannkostamann og mannvin. Kveðjuathöfnina í háskólanum
laugardag 5. nóvember sóttu allir kennarar háskólans og mikill
fjöldi stúdenta, auk vandamanna og nokkurra annarra manna.
Kom þar glöggt fram, hve vel virtur og vinsæll rektor var, en
sjálf vakti kveðjuathöfnin mönnum þau hughrif, að seint mun
úr minni líða.