Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 76

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Síða 76
74 þeir hafa valið sér, skyldurækni í starfi, en þó um fram allt þann góðvilja og víðsýni, sem er skilyrði þess, að aukin þekking verði notuð til góðra hluta. En svo mikið sem við kennarar og nemendur háskólans höf- um misst, er þó meiri missir konu hans, dóttur og annarra ást- vina. Þeim vottum við öllum okkar dýpstu samúð. Með sérstöku þakklæti minnumst við, sem höfum notið höfðingsskapar og ljúf- mannlegs viðmóts á heimili þeirra hjóna, ógleymanlegra ánægju- stunda þar. Við kennarar og nemendur Háskóla fslands þökkum þér, Þorkell Jóhannesson, fyrir allt það, sem þú hefir fyrir okkur gert. f vanmætti okkar fáum við ekki launað þér þín ágætu störf í okkar þágu á annan hátt. En hlýhugur okkar allra fylgir þér á för þinni til ókunnra stranda. Að lokinni kveðjuathöfn í háskólanum gengu stúdentar fyrir líkfylgdinni áleiðis til kirkju, en kennarar og stúdentar voru við- staddir útförina. Minningarorð. I. Laust eftir hádegi mánudag 31. október 1960 barst sú harma- fregn um háskólann, að rektor hefði látizt þá skömmu fyrr. Þessi fregn kom sem reiðarslag yfir kennara og stúdenta. Rektor gekk að vinnu sinni laugardag 29. október, reifur og glaður að vanda. Nú var hann allur. Menn setti hljóða og gátu naumast trúað því, sem gerzt hafði. Á slíkum stundum er háskólinn sem lítið heimili — þá eigum vér eina sál. Hugir manna leituðu til ástvina rektors, sem svo sár harmur var að kveðinn, og allir treguðum vér hinn mikilhæfa fræðimann, trausta stjórnanda, mannkostamann og mannvin. Kveðjuathöfnina í háskólanum laugardag 5. nóvember sóttu allir kennarar háskólans og mikill fjöldi stúdenta, auk vandamanna og nokkurra annarra manna. Kom þar glöggt fram, hve vel virtur og vinsæll rektor var, en sjálf vakti kveðjuathöfnin mönnum þau hughrif, að seint mun úr minni líða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.