Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 81
79
tryggingarmálum. Honum lá flest í augum uppi þegar hann gekk
að störfum og hann gat beitt kunnáttu og rökvísi eins og bezt
gerist. Tel ég víst, að þau fyrirtæki, sem hann stjórnaði, hafi
notið þessara hæfileika hans, en dagleg framkvæmdastörf munu
varla hafa verið við hans hæfi. Síðustu 25—30 árin var hann
oft vanheill og dró það að sjálfsögðu úr starfsorku hans.
1 Menntaskólanum í Reykjavík vakti Brynjólfur snemma at-
hygli vegna afburða námshæfileika. Honum veittist létt að læra
allar námsgreinar, sem þar voru kenndar, en þó sérstaklega
stærðfræði. Mér hefur verið sagt, að þegar hann kom í 4. bekk
hafi hann kunnað allt námsefnið í stærðfræði, sem þá var lesið
undir stúdentspróf, og að upp frá því hafi margir skólabræðranna
leitað til hans ef leysa þurfti erfið reikningsdæmi, og þá einnig
þeir, sem voru í efstu bekkjunum. Brynjólfur var jafnan reiðu-
búinn til hjálpar, enda var honum ánægja að brjóta slík verkefni
til mergjar.
1 verkfræðiháskólanum í Kaupmannahöfn var stærðfræði-
námið Brynjólfi ánægjulegt og létt, en hann sá fram á, að hann
myndi ekki njóta sín við verkfræðistörf og valdi því fremur
nám í tryggingastærðfræði, sem ég tel að hafi verið meira við
hans hæfi, en vafalaust hefði hann notið sín bezt sem vísinda-
maður eða háskólakennari í stærðfræði, því hann var óvenju-
lega hugkvæmur og snjall við úrlausnir stærðfræðilegra verkefna.
Flestum mun svo farið, að þeir leitast við að iðka það sem
þeir hafa ánægju af. Auk þess að glíma við stærðfræðilegar
þrautir hafði Brynjólfur sérstaka ánægju af að fást við þrautir
í skák og spilum. Hann tefldi mikið skák á námsárum sínum í
Kaupmannahöfn og í skákkeppni þar vann hann sér rétt til þess
að tefla í einvígi um skákmeistaratitil Kaupmannahafnar. Að
vísu beið hann lægra hlut í þeirri keppni, en almennt var talið,
að hann hefði fyrir slysni misst af sigri í einvíginu. Brynjólfur
var meðlimur í Taflfélagi Reykjavíkur og formaður félagsins
árin 1928—1932. Hann tefldi þó lítið eftir að hann kom heim
frá námi, en tók þátt í símskákum, sem íslendingar tefldu við
Dani og Norðmenn með góðum árangri. 1 frístundum sínum