Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 93
91
handa um stofnun íslenzka ríkisins í grennd við 930, og með því
var grundvöllur lagður að þróun hinnar merku og umfangsmiklu
löggjafar þjóðveldisaldar, en sú löggjöf er ótvírætt eitt af mestu
andlegu afrekum norrænna manna, andlegt stórvirki, sem með
réttu hefir verið jafnað við lögskipun Rómverja hinna fornu.
Lög þjóðveldisaldar eru reist á sjálfstæðri og frumlegri hugsun,
fágætri raunhyggju, og bera þau vott um mikinn félagslegan
þroska. Ég leyfi mér að minna hér á hina athyglisverðu félags-
legu löggjöf, þ. á m. ákvæðin um framfærslumál og tryggingar,
og um hið sérstæða goðaveldi, sem er einsdæmi meðal ger-
manskra þjóða. Allar aðrar germanskar þjóðir fólu konungum
þjóðhöfðingjavaldið. Einnig má minna á greininguna milli lög-
gjafarvalds og dómsvalds, sem hér tíðkaðist, en er ekki kunn frá
öðrum germönskum þjóðfélögum á þessum tíma. Þetta var lög-
skipan, sem mótaðist mjög af viðhorfum víkinga, þar sem jafn-
ræðishugsunin var næsta rík, — það var lögskipan, sem skyldi
hæfa þjóð, sem var gagntekin þeirri hugsun „á la ánd styre livet
mere enn brásinnets sverdhugg", eins og Nordahl Grieg hefir
komizt að orði.
Þegar Norðmenn komu til Islands á níundu og tíundu öld, þá
fluttu þeir með sér þekkingu og lífsreynslu á ýmsum sviðum,
einkum um siglingar, fiskveiðar og landbúnað. Án þessarar
reynslu hefði landnámið og frumbýlingsárin í hinu nýja landi
orðið mjög örðug, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Timgu-
mál hinna norsku landnema hafði náð verulegum þroska. Það
mál varðveittu forfeður vorir á einstæðan hátt og skópu úr eigið
tungumál. Sögulegu tengslin við fornmálið hafa aldrei rofnað,
enn í dag lesa 10 ára börn á Islandi frásagnir Heimskringlu um
norska konunga í upprunalegri gerð frá 13. öld. íslenzku hand-
ritin hafa m. a. fyrir þessa sök miklu meira gildi fyrir oss en
aðra norræna menn — mál handritanna er enn í dag að höfuð-
stofni hið lifandi mál íslendinga. — 1 raun réttri er það mjög
fágætt, að nokkur þjóð geti án verulegra erfiðleika notið bók-
mennta, er skrifaðar voru fyrir u. þ. b. 700 árum, í upprunaleg-
um málbúningi þeirra. Vér Islendingar höfum um tungumál vort
hagað oss eftir orðum Henriks Ibsens í Brandi, er hann segir: