Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 116
114
Á fyrsta fundi ráðsins, sem fram fór miðvikudaginn 2. nóvember,
fór fram kosning stjórnar og varastjórnar. Þessir hlutu kosningu og
urðu allir sjálfkjörnir: Hörður Sigurgestsson, formaður, Örn Bjarna-
son, ritari, og Jóhannes L. L. Helgason, gjaldkeri.
í varastjórn: Grétar Br. Kristjánsson, varaform., Halldór Hall-
dórsson, vararitari, Gylfi Baldursson, varagjaldkeri.
Fundir ráðsins og kjörtímabil þess.
Samkvæmt hinum breyttu lögum er gert ráð fyrir, að framvegis
verði kosið á tímaDilinu 1.—15. febrúar. 1 hlut þessa ráðs féll því að
brúa bilið vegna hins breytta kosningatíma og hefur það því setið
rétta 16 mánuði eða lengur en nokkurt annað ráð. Hefur þess gætt
nokkuð í störfum þessa stúdentaráðs, hve starfstímabil þess er óvenju
langt og kemur það m. a. fram í því, að f jöldi varamanna hefur tekið
þátt í störfum þess.
í fjarveru formanns og varaformanns hefur Örn Bjarnason stýrt
fundum ráðsins. Ennfremur gegndi Logi Guðbrandsson, stud. jur.,
störfum formanns um tíma á s.l. vori. í september s.l. sagði Björn
Bjömsson sig úr ráðinu vegna dvalar erlendis og tók Brjmjólfur Gísla-
son sæti hans. Þá sagði Jóhannes L. L. Helgason sig úr ráðinu í des-
ember s.l. vegna anna og tók Sigurður Hafstein, stud. jur., sæti hans.
Aðrir varamenn hafa setið skemmri tíma.
Stúdentaráð hefur haldið samtals 55 fundi á tímabilinu. Hafa fundir
verið haldnir vikulega yfir vetrartímann, en nokkru strjálli að sumrinu.
Ýmsir smærri fundir, er lutu að undirbúningi háskólahátíðarinnar
og Norrænu formannaráðstefnunnar í október, eru hér ekki taldir.
Fundir og störf ráðsins hafa farið fram yfirleitt með mikilli frið-
semd og þau mál fá, sem deilt hefur verið um. Hefur samvinna ráðs-
manna verið með ágætum.
Framkvœmdastjóri stúdentaráðs.
Það mun fáum betur ljóst en þeim, sem þekktu áður til starfa
stúdentaráðs, hve mikil breyting til hins betra hefur orðið á starfsemi
ráðsins, eftir það réði sér framkvæmdastjóra. Einkum hefur öll starf-
semi orðið fastari í skorðum og hnitmiðaðri.
Framkvæmdastjóri SHÍ sér um daglegan rekstur skrifstofu stúd-
entaráðs. Eru það sífellt fleiri mál, sem koma til hennar kasta og má
m. a. benda á, að hún hefur að öllu leyti tekið yfir vinnumiðlun stúd-
enta. Skrifstofan sér um öll bréfaskipti stúdentaráðs. Framkvæmda-
stjórinn rekur jafnframt Bóksölu stúdenta, sem er undir sérstakri
stjórn.