Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Page 118
116
Þá var einnig samþykkt á fundinum reglugerð fyrir Kaffistofu
stúdenta.
Fundarstjóri var Sigurður Hafstein, stud. jur., og fundarritari
Hilmar Björgvinsson, stud. jur. Fundurinn var fámennur.
3. Breytingartillögur viö lög um SHÍ frá marz 1960 voru teknar
fyrir á almennum stúdentafundi þ. 21. apríl 1961.
Fyrir forgöngu fulltrúa guðfræðideildar, Björns Björnssonar, hafði
ráðið fengið tvo menn til að sníða af lögunum verstu agnúana. Lágu
tillögur um slíkar breytingar fyrir fundinum eftir að stúdentaráð
hafði fallizt á þær.
í upphafi fundarins kom fram dagskrártillaga, sem sagði, að „þar
sem fundurinn telur brýna þörf víðtækari breytinga á lögum um SHÍ
en þegar hafa verið gerðar tillögur um, tekur hann að svo stöddu ekki
afstöðu til framkominna breytingartillagna“.
Tillagan var samþykkt með 15 atkv. gegn 5 og málinu vísað aftur
til ráðsins. Fundarstjóri var Jóhannes L. L. Helgason, stud. jur., og
fundarritari Björn Friðfinnsson, stud. jur.
4. Reikningar Hótel Garös fyrir 1961 voru lagðir fram og ræddir
á almennum stúdentafundi 2. maí 1961. Gerði hótelstjóri, Hörður Sig-
urgestsson, stud. oecon., grein fyrir rekstri hótelsins þetta fyrsta sum-
ar, sem það var rekið af stúdentum, og gerði grein fyrir niðurstöðum
reikninganna. Voru reikningarnir samþykktir samhljóða.
Fundurinn var heldur fámennur. Fundarstjóri var Grétar Br.
Kristjánsson stud. jur., og fundarritari Þórður Guðjohnsen, stud. jur.
5. Hátíöanefnd stúdenta og ritstjórn Stúdentablaös 1961 voru
kjömar á almennum stúdentafundi 12. október 1961. Fundurinn var
fjölmennur. Fundarstjóri var Ólafur Egilsson, stud. jur., og fundar-
ritari Sigurður Hafstein, stud. jur.
6. Framtíö Berlínar var til umræðu á fundi 20. febr. 1962. Formað-
ur þeirrar deildar þýzka stúdentasambandsins, VDS, sem er í Berlín,
flutti erindi um þetta mikla vandamál og ræddi sérstaklega erfiðleika
í þessu sambandi. Einnig voru á fundinum kjörnir tveir endurskoð-
endur reikninga stúdentaráðs. Voru kjörnir þeir Þór Guðmundsson,
stud. oecon., og Örn Marinósson, stud. oecon.
1. desember 1960 og 1961.
Þó að stúdentaráði sé ekki lengur falið að annast undirbúning há-
tíðahaldanna 1. desember og útgáfu Stúdentablaðs þann dag, heldur
sérstökum nefndum kjörnum á almennum stúdentafundi, þykir þó rétt,
að gerð sé grein fyrir hátíðahöldunum hér.