Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 120
118
Dagskrá hátíðahaldanna var þessi:
Kl. 10,30: Guðsþjónusta í kapellu Háskólans. Stud. theol. Bolli
Gústavsson prédikaði, en séra Garðar Þorsteinsson þjónaði fyrir altari.
Blandaður kór stúdenta söng undir stjórn Þorkels Sigurbjömssonar.
Kl. llf,00: Samkoma í hátíðasal Háskólans. Formaður hátíðanefnd-
ar flutti ávarp. Aðalræðu dagsins flutti síðan Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, og fjallaði um vestræna menningu og utanríkismál ís-
lands. Strengjatríó lék. Þá flutti Hákon Guðmundsson, hæstaréttar-
ritari, erindi um kjör og stöðu hins háskólamenntaða manns. Að lok-
um flutti formaður stúdentaráðs stutt ávarp.
Hátíðasamkomunni var útvarpað. Mikið fjölmenni var á sam-
komunni.
Kl. 19,00 hófst fullveldisfagnaður að Hótel Borg og var f jölmennur.
Meðal gesta voru forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra
Þórhallsdóttir. Ræðu kvöldsins flutti dr. Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur. Veizlustjóri var Jón E. Ragnarsson, stud. jur. Stóð gleðin
fram eftir nóttu.
Hátíðanefndina skipuðu Hörður Einarsson, stud. jur., formaður,
Óttar Yngvason, stud. jur, Björn Friðfinnsson, stud. jur., Már Péturs-
son, stud. jur., og Þorgeir Pálsson, stud. polyt.
Stúdentablaðið kom út þennan dag undir ritstjórn Björns Matthías-
sonar, stud. oecon. Helztu greinar í blaðinu voru um efni dagsins og
rituðu þær Benedikt Gröndal, ritstjóri, og Már Elísson, hagfræðingur.
Aðrir fagnríSir.
Jólatrésfagnaður fyrir börn stúdenta var haldinn að Gamla Garði
2. jóladag og um kvöldið dansleikur fyrir stúdenta á sama stað.
Áramótadansleíkur 1960—61 var haldinn að þessu sinni að Hótel
Borg í samvinnu við Stúdentafélag Reykjavíkur. Stóð hann lengi næt-
ur og þótti takast vel þó heldur fámennur væri.
Sumarfagnaði stóð SHÍ eitt að, að þessu sinni. Auk þess að fagnað
var sumri var þess jafnframt minnzt, að 40 ár voru liðin frá stofnun
Stúdentaráðs Háskóla íslands. Fór fagnaðurinn fram að Hótel Borg
og var mjög f jölmennur og skemmtu menn sér hið bezta.
Að forgöngu formanns SHÍ komu einnig saman þennan dag til
kvöldverðar í Þjóðleikhúskjallaranum allir þeir fyrrverandi formenn
stúdentaráðs, sem til náðist. Formenn ráðsins teljast alls hafa orðið
48. Af þeim eru nú fimm látnir. Tóku þátt í þessum fagnaði 30 stúd-
entar og voru ræður haldnar undir borðum og minnzt hinna „gömlu
góðu daga“. Flestir þeirra tóku síðan þátt í fagnaðinum um kvöldið.
Stúdentaráð sá um útvarpsdagskrá síðasta vetrardag. Ræddi fyrsti