Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 126

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 126
124 Björnsson, stud. oecon., og Guðmundur G. Þórarinsson. Efndi hún til sveitakeppni í skák milli deildanna og vann þá keppni A-sveit við- skiptadeildar. Ennfremur efndi hún til hraðskákkeppni og keppni um titilinn Hraðskákmeistari Háskóla íslands 1960—1961. í hinni síðari skáknefnd, veturinn 1961—1962, sátu Grétar Áss Sigurðsson, Sigvaldi Friðgeirsson, stud. jur., og Edgar Guðmundsson, stud. polyt. — Var starfsemi hennar með svipuðum hætti og efndi hún til hraðskákmóta og sveitakeppni milli deilda. Gekk A-sveit viðskiptadeildar þar enn með sigur af hólmi. Áttadagsgleði. Áramótafagnaður stúdenta var í mörg ár haldinn í anddyri há- skólans. Þegar, er hið nýja og veglega kvikmyndahús háskólans var tekið í notkun, kom fram sú tillaga, að fá anddyri hússins til slíkrar skemmt- unar á gamlárskvöld. Stúdentaráð ákvað síðan í nóvember að sækja um slíkt leyfi eftir að hafa kynnt sér allar aðstæður. Gaf stjórn Há- skólabíós þegar slíkt leyfi með því skilyrði, að háskólaráð samþykkti það. Ræddi háskólaráð málið á fundi sínum og kom þar fram áhugi á málinu, en ákvað að „fara á vettvang" til að kynna sér allar aðstæður. Á sérstökum fundi, sem síðan var haldinn í anddyri hússins þ. 15. des- ember s.l., að viðstöddum framkvæmdastjóra hússins, fulltrúa lög- reglustjóra og slökkviliðsstjóranum í Reykjavík, var síðan ákveðið ein- róma að slíkt leyfi yrði veitt með nokkrum skilyrðum. Lutu þau að ákveðnum öryggisútbúnaði og gæzlu, vátryggingu, fjölda samkomu- gesta og samkomutíma. Var húsið lánað endurgjaldslaust, en hins veg- ar skilyrði, að það hefði verið rýmt fyrir kl. 12 á nýársdag. Strax að fenginni þessari samþykkt var kjörin sérstök sjö manna nefnd til að sjá um öll framkvæmdaatriði. í nefndina voru kjörnir: Hafsteinn Hafsteinsson, stud. jur., formaður, Guðni Gíslason, stud. jur., Auðólfur Gunnarsson, stud. med., Þorbergur Þorbergsson, stud. polyt., Lúðvík Björn Albertsson, stud. oecon., og Gunnar Eyþórsson, stud. med. Sérstakt nafn á þennan fagnað þótti mjög æskilegt og komu fram nokkrar uppástungur. Varð fyrir valinu heitið ,,Áttadagsgleði“, eftir að farið hafði verið í smiðju til prófessors Halldórs Halldórssonar. Skemmst er síðan frá því að segja, að fagnaðurinn fór hið bezta fram og varð stúdentum til sóma. Tóku þátt í honum 550 gestir, stúd- entar, prófessorar, sem öllum hafði verið boðið til hans, og ýmsir aðrir gestir. Þótt kostnaður við fagnaðinn yrði mikill, varð samt af honum verulegur hagnaður eða kr. 26.500 og ákvað stúdentaráð, að hann skyldi ganga til Félagsheimilis stúdenta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.