Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Blaðsíða 126
124
Björnsson, stud. oecon., og Guðmundur G. Þórarinsson. Efndi hún til
sveitakeppni í skák milli deildanna og vann þá keppni A-sveit við-
skiptadeildar. Ennfremur efndi hún til hraðskákkeppni og keppni um
titilinn Hraðskákmeistari Háskóla íslands 1960—1961. í hinni síðari
skáknefnd, veturinn 1961—1962, sátu Grétar Áss Sigurðsson, Sigvaldi
Friðgeirsson, stud. jur., og Edgar Guðmundsson, stud. polyt. — Var
starfsemi hennar með svipuðum hætti og efndi hún til hraðskákmóta
og sveitakeppni milli deilda. Gekk A-sveit viðskiptadeildar þar enn
með sigur af hólmi.
Áttadagsgleði.
Áramótafagnaður stúdenta var í mörg ár haldinn í anddyri há-
skólans.
Þegar, er hið nýja og veglega kvikmyndahús háskólans var tekið í
notkun, kom fram sú tillaga, að fá anddyri hússins til slíkrar skemmt-
unar á gamlárskvöld. Stúdentaráð ákvað síðan í nóvember að sækja
um slíkt leyfi eftir að hafa kynnt sér allar aðstæður. Gaf stjórn Há-
skólabíós þegar slíkt leyfi með því skilyrði, að háskólaráð samþykkti
það. Ræddi háskólaráð málið á fundi sínum og kom þar fram áhugi á
málinu, en ákvað að „fara á vettvang" til að kynna sér allar aðstæður.
Á sérstökum fundi, sem síðan var haldinn í anddyri hússins þ. 15. des-
ember s.l., að viðstöddum framkvæmdastjóra hússins, fulltrúa lög-
reglustjóra og slökkviliðsstjóranum í Reykjavík, var síðan ákveðið ein-
róma að slíkt leyfi yrði veitt með nokkrum skilyrðum. Lutu þau að
ákveðnum öryggisútbúnaði og gæzlu, vátryggingu, fjölda samkomu-
gesta og samkomutíma. Var húsið lánað endurgjaldslaust, en hins veg-
ar skilyrði, að það hefði verið rýmt fyrir kl. 12 á nýársdag.
Strax að fenginni þessari samþykkt var kjörin sérstök sjö manna
nefnd til að sjá um öll framkvæmdaatriði. í nefndina voru kjörnir:
Hafsteinn Hafsteinsson, stud. jur., formaður, Guðni Gíslason, stud.
jur., Auðólfur Gunnarsson, stud. med., Þorbergur Þorbergsson, stud.
polyt., Lúðvík Björn Albertsson, stud. oecon., og Gunnar Eyþórsson,
stud. med.
Sérstakt nafn á þennan fagnað þótti mjög æskilegt og komu fram
nokkrar uppástungur. Varð fyrir valinu heitið ,,Áttadagsgleði“, eftir
að farið hafði verið í smiðju til prófessors Halldórs Halldórssonar.
Skemmst er síðan frá því að segja, að fagnaðurinn fór hið bezta
fram og varð stúdentum til sóma. Tóku þátt í honum 550 gestir, stúd-
entar, prófessorar, sem öllum hafði verið boðið til hans, og ýmsir aðrir
gestir. Þótt kostnaður við fagnaðinn yrði mikill, varð samt af honum
verulegur hagnaður eða kr. 26.500 og ákvað stúdentaráð, að hann
skyldi ganga til Félagsheimilis stúdenta.