Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 127
125
Ýmis málefni. — Háskólahátíðin.
Þegar stúdentaráð kom saman, var undirbúningur að afmælishátíð
á 50 ára afmæli Háskóla íslands þegar í fullum gangi. Af háskólans
hálfu hafði verið skipuð sérstök afmælisnefnd og átti einn stúdent
sæti í henni, Árni Grétar Finnsson, stud. jur. Seinna tók formaður
ráðsins sæti hans.
Stúdentaráð hóf einnig fljótlega að vinna að undirbúningi hátíðar-
innar, eftir því sem tök voru á. Var þegar í upphafi lögð á það mikil
áherzla, bæði af hálfu háskólaráðs og stúdentaráðs, að stúdentar yrðu
eins virkir í hátíðahöldunum og mögulegt væri.
Mjög þótti æskilegt að minnast afmælisins með því að færa háskól-
anum gjöf frá stúdentum á þessum merku tímamótum og var ákveðið
að láta gera fundarhamar til afnota fyrir háskólaráð. Var hagleiks-
maðurinn Ríkharður Jónsson fenginn til verksins og gerði hann úr
fílabeini fagran fundarhamar. Er haus hamarsins vísdómsuglan, sem
situr á trjágrein, sem er skaft hans. Þykir gerð hans hafa tekizt
mjög vel.
í ávarpi formanns stúdentaráðs á afmælishátíðinni tilkynnti hann
um þessa gjöf, og lét svo um mælt, að hamrinum fylgdi sérstök þökk
fyrir náið og gott samstarf háskólakennara og stúdenta. Því miður var
gripurinn ekki tilbúinn í tæka tíð, en var síðan afhentur að viðstöddu
háskólaráði og stúdentaráði við sérstaka athöfn í skólanum 1. des-
ember s.l. Prýðir hann nú fundarborð háskólaráðs.
í tilefni afmælisins efndi stúdentaráð til sérstaks afmælisfagnaðar
í Lidó fyrri hátíðisdaginn. Voru þar sérstakir boðsgestir þeir erlendu
fulltrúar, sem sóttu NF. Hafði háskólaráð sýnt þessum samstarfs-
samtökum stúdentaráðs þá vinsemd að bjóða þeim að taka þátt í af-
mælishátíðinni.
Þá kom einnig út þennan dag sérstakt hátíðablað af Stúdentablaði.
Rituðu í það m. a. háskólarektor, Ármann Snævarr, kveðju til stúd-
enta og deildarforsetar, sem gerðu grein fyrir hver framtíðarþróun
Háskóla íslands þyrfti að verða.
Þess ber að geta, að þátttaka stúdenta í hátíðahöldunum báða há-
tíðisdagana var mjög almenn. Einnig unnu þeir að ýmiss konar undir-
búningsstörfum síðustu dagana. Hefur rektor í bréfi til stúdentaráðs
fært háskólastúdentum þakkir sínar og háskólaráðs fyrir góðar undir-
tektir og ýmsa aðstoð vegna hátíðarinnar.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði.
í 7. gr. háskólareglugerðar er ákveðið, að ávallt er háskólaráð
ræðir mál, sem varða stúdenta almennt, skuli stúdentar eiga einn full-