Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Qupperneq 131
129
Utanríkismál.
Þátttaka íslenzkra stúdenta í ýmiss konar alþjóðlegu samstarfi
hefur farið sívaxandi á undanförnum árum. Einkum hefur þó aukizt
verulega hvers konar samvinna stúdenta á Norðurlöndum og hefur
það verið á ýmsum sviðum. Hefur þessi þátttaka einnig farið vaxandi
á starfstímabili þessa ráðs, og verður hér á eftir reynt að gefa yfir
það stutt yfirlit.
í grundvallaratriðum hefur stefna stúdentaráðs á þessum vettvangi
verið óbreytt frá því, sem verið hefur undanfarin ár.
Að venju var skipuð sérstök utanríkisnefnd til að vera stúdenta-
ráði til leiðbeiningar og ráðuneytis. Utanríkisnefndina skipuðu að þessu
sinni: Ólafur Egilsson, stud. jur., formaður, Styrmir Gunnarsson, stud.
jur., ritari, Ingólfur Guðmundsson, stud. theol., Kristján Baldvinsson,
stud. med., og Jón Alfreðsson, stud. med. Er jafnan haft til hliðsjónar
við val nefndarmanna, að þeir séu sérstaklega kunnugir þessum málum.
Fékk nefndin ýmis mál til meðferðar og tók önnur upp sjálf. Einnig
vann hún það þarfa verk, að gera tillögur um starfssvið, stöðu, hlut-
verk og skipan nefndarinnar. Voru þau drög að reglugerð um Utan-
ríkismálanefnd, sem hún lagði fyrir stúdentaráð, samþykkt óbreytt.
Erlendir gestir og þátttaka í rá&stefnum.
I febrúar 1961 komu hingað 12 hagfræðistúdentar frá Colgate
University, New York, á leið sinni til Noregs. Átti stúdentaráð þátt
í að undirbúa komu hópsins hingað og kynnti honum merka staði og
stofnanir í Reykjavik.
Auk fulltrúa á Norrænu formannaráðstefnunni kom hingað um
sama leyti Tönnes Andenæs, frkvstj. Universitetsforlaget í Osló. Tók
hann þátt í ráðstefnunni og dvaldi hér á afmælishátíð háskólans. Var
hann hér í boði SHÍ, en hann hefur fyrr og síðar sýnt íslenzkum stúd-
entum margvíslega vináttu og er mikill íslandsvinur.
Þá kom hingað einnig, þann 3. október, aðalframkvæmdastjóri
COSEC, Indverjinn Joyti Singh. Er það í fyrsta sinn, sem íslenzkir
stúdentar eru sóttir heim af framkvæmdastjórum ISC/COSEC. í för
með honum var Richard Rettig, fyrrverandi formaður USNSA, banda-
ríska stúdentasambandsins.
Nú í þessum mánuði dvöldu hér í boði SHÍ formaður stúdentaráðs-
ins við Die Freie Universitát í V.-Berlín og formaður VDS-deildarinn-
ar þar, Peter Muelra. í för með honum var varaformaður VDS, Berlín,
Franz Josep Kossendey.
Sigurður Líndal, cand. jur. & B.A., sat fyrir hönd SHÍ, Danska
stúdentaþingið, í Kaupmannahöfn 11.—13. marz 1961. Sigurður dvaldi
þá í Kaupmannahöfn.
17