Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 133
131
um, sem gilda um lán og styrki, en stúdentar geta nú fengið lán í
hverju landanna sem er. Þannig getur íslenzkur stúdent fengið náms-
lán í Finnlandi og finnskur stúdent á íslandi. Þá var einnig byrjað að
ræða um sameiginlega norræna bókaútgáfu.
I lok ráðstefnunnar var öllum fulltrúunum boðið til mestu skemmt-
unar, sem sænskir stúdentar halda, vorballsins.
Norrœn formannaráðstefna í Reykjavík.
Síðan var röðin komin að stúdentaráði að vera gestgjafi og svo
hagað til, að þátttakendum ráðstefnunnar gafst kostur á að taka þátt í
hátíðahöldunum vegna 50 ára afmælis Háskóla íslands. Fór ráðstefn-
an sjálf fram dagana 1.—5. október 1961, en auk þess var þátttakend-
um boðið í kynnisferð að Gullfossi og Geysi. Ráðstefnan fór fram í
fundarsal bæjarstjómar Reykjavíkur, sem borgarstjóri góðfúslega
léði SHÍ.
Helztu mál ráðstefnunnar urðu stofnun bókaforlags stúdenta, sem
greint er frá annars staðar, framtíðarskipan á samvinnu stúdentasam-
bandanna, hvort stofna ætti fastaskrifstofu þeirra, útgáfa á norrænu
fréttabréfi auk alþjóðamálanna.
Ráðstefnuna heimsótti aðalframkvæmdastjóri COSEC í Leiden,
Joyti Singh, og gerði hann grein fyrir þeim málum, sem COSEC vinnur
að og mun ljúka við áður en næsta ISC verður haldið, væntanlega í
Kanada í júní næstkomandi.
Þátttakendur í ráðstefnunni voru tveir frá Danmörku, Svíþjóð og
Finnlandi, en einn frá Noregi. Af hálfu stúdentaráðs tóku þátt í henni
Hörður Sigurgestsson, Grétar Br. Kristjánsson, en þeir stýrðu fundum
hennar, Ólafur Egilsson, Styrmir Gunnarsson og Hilmar Björgvinsson,
sem jafnframt var framkvæmdastjóri ráðstefnunnar.
Þótti ráðstefnan takast hið bezta og voru gestirnir mjög ánægðir
með dvölina hér. NF hefur einu sinni verið haldin hér áður, í febr-
úar 1958.
Yfirlit yfir tekjur og úthlutanir úr Stúdentaskiptasjó'&i
1958—1962.
Tekjur sjóösins:
Þriðji hlutur skrásetningargjalda 1. júlí til 31. des. 1958 kr. 16.800,00
Þriðji hlutur skrásetningargjalda 1959 ................ — 19.500,00
Vextir 1959 ............................................— 494,66
Þriðji hlutur skrásetningargjalda 1960 ................ — 21.100,00
Vextir 1960 ........................................... — 1.577,28
Þriðji hlutur skrásetningargjalda 1961 ................ — 22.000,00