Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 9
7
ar til byggingarstarfsemi Háskólans, til bóka- og tækjakaupa
og til aukningar starfsliðs. Oss verður að skiljast, hve geysi-
dýrt það er að halda uppi háskóla, er fullnægi kröfum tímans,
og jafnframt hve arðvænleg sú fjárfesting er, sem horfir til
eflingar Háskólans. Þær þjóðir, sem mest leggja til háskóla
sinna og annarra vísindastofnana, búa að öðru jöfnu við mesta
efnahagslega velgengni — og oftast er það svo, að framfarir
í tæknilegum og vísindalegum efnum eru einmitt grundvöllur-
inn að efnahagslegum framförum þessara þjóða. Þetta eru
sannindi, sem greypa þarf í vitund Islendinga — sannindi, sem
menn eru raunar æ betur að átta sig á hér á landi.
n.
Það háskólaár, sem nú er liðið, bar að ýmsu leyti góðan
ávöxt fyrir Háskólann. Frá þessu háskólaári er margs ánægju-
legs að minnast. Þar ber hæst, að hafin var bygging Raunvís-
indastofnunar Háskólans og ráðin var bygging í þarfir Há-
skólans og Handritastofnunar Islands. Handritastofnunin og
Raunvísindastofnunin eiga eftir að valda straumhvörfum í
starfsemi Háskólans. Þeim er báðum ætlað að vinna að veg-
legu og veigamiklu vísindalegu hlutverki, hvor á sínu sviði, og
þær eru báðar líklegar til að efla hróður Háskólans og þjóðar-
innar. Af öðrum málum vil ég nefna, að nokkuð hefir þokað
áleiðis um málefni stúdentaheimilisins, og félagslíf stúdenta
hefir eflzt við stofnun háskólakórsins, þar sem eldri stúdentar
og kandídatar taka höndum saman við núverandi háskólastú-
denta um að koma á fót nýjum söngkór og auðga þannig söng-
líf skólans. Háskólanum hafa og borizt ágætar gjafir á árinu,
og er þar kunnust stórgjöf Framkvæmdabanka Islands, er hann
gaf skólanum kaupverð rafeindareiknis í tilefni 10 ára afmælis
bankans, ein hin mesta gjöf, er Háskólanum hefir nokkru sinni
borizt.
Skal ég nú víkja nokkrum orðum að helztu atburðum lið-
ins árs.
Á síðustu háskólahátíð var skýrt almennt frá Raunvísinda-
stofnun Háskólans. Byggingarnefnd starfaði ötullega að bygg-