Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 10
8
ingarmálum allt s.l. ár. Formaður byggingarnefndar er próf.
Þorbjörn Sigurgeirsson, en aðrir nefndarmenn K. Guðmundur
Guðmundsson dósent, Jóhannes Zoega hitaveitustjóri, Loftur
Þorsteinsson prófessor og Steingrímur Jónsson fyrrv. rafmagns-
stjóri. Var horfið að því ráði að reisa nú í bili fyrsta áfanga
þessarar byggingar, hús að flatarmáli 537 fermetrar, kjallari
og tvær aðalhæðir. Hefir það nú verið steypt að fullu. Á frv.
til fjárlaga fyrir næsta ár hefir hæstvirt ríkisstjórn tekið upp
4 millj. króna fjárveitingu til Raunvísindastofnunar, og er sú
fjárveiting mikilsmetin frá sjónarmiði Háskólans. Gjöf Banda-
rikjastjórnar gerði það kleift að hefjast handa um byggingu
þessa áfanga, en að auki hefir komið til fjárframlag frá Happ-
drætti Háskólans að f járhæð u. þ. b. 4 millj. króna. Þessi fjár-
framlög munu þó ekki duga til að koma byggingunni upp. Þá
er eftir ýmiss konar búnaður og tæki, og er ekki ráðið fram
úr fjárútvegun til þeirra þarfa. Vér erum bjartsýnir og treyst-
um því, að sitthvað muni leggjast til í þeim efnum. í þessari
byggingu verður húsnæði fyrir rannsóknir í eðlisfræði, efna-
fræði og stærðfi’æði svo og jarðeðlisfræði, en auk þess verður
þar til húsa reiknistofnun Háskólans, og er uppistaða hennar
rafeindareiknir Háskólans. Sérfræðinganefnd mun á næstunni
gera rækilegar tillögur um skipulag Raunvísindastofnunar Há-
skólans, tengsl hennar við Háskólann, stjórn, starfsmenn, deilda-
skiptingu og verkefni og samband við aðrar visindastofnanir.
Langmiðið hlýtur að vera að stefna að raunvísindadeild, þar
sem saman tengjast þær greinir, sem í fyrstu fá húsnæði í
stofnuninni og ýmsar greinir náttúrufræða, svo og fiskifræði,
haffræði, greinir, er tengjast matvælaiðnaði o. fl. Þess væntir
Háskólinn, að starfsmenn stofnunarinnar tengist Háskólanum
til kennslustarfa, eftir því sem föng eru á, og vonandi verður
stofnunin beint og óbeint til hinnar mestu nytsemdar fyrir Há-
skólann og raunvísindi á landi hér. Haganlegast er, að rann-
sóknir og kennsla séu sem mest samofin.
Um Handritastofnun Islands var rætt á síðustu háskólahátíð.
Byggingarmálefni hennar hafa nú skipazt svo, að ráðið er að
reisa hús fyrir hana í samlögum við Háskólann á háskólasvæð-