Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 14
12
þ. e. embættið í lífeðlisfræði, en áætlunin gerir einnig ráð fyr-
ir, að 1964 verði lögfest prófessorsembætti í lagadeild og i
ensku í heimspekideild. Er það von Háskólans, að ríkisstjórnin
sjái sér fært að verða við tilmælum Háskólans, og þess skal
sérstaklega getið, að síðustu árin hefir ekkert nýtt prófessors-
embætti verið lögfest við Háskólann. Fyrir Háskólann sjálfan
og stjórnvöld er siík áætlunargerð sem þessi geysimikils virði,
og er hér brotið blað í vinnubrögðum Háskólans í sambandi
við óskir um kennarafjölgun. Þessari áætlunargerð er einnig
ætlað að ná til fjölgunar annarra kennara en prófessora, og
er unnið áfram að þeim hluta hennar. Þetta er eitt af stór-
málum Háskólans, og er það þáttur í því starfi, sem fram-
undan er, að efla Háskólann til kennslustarfa og rannsóknar-
starfa. I því efni er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir
því, hvert stefna skal í starfsemi Háskólans, m. a. um það,
hverjar nýjar kennslugreinir sé rétt að taka upp. Er það von
Háskólans, að mjög á næstunni verði unnt að hefja kennslu í
náttúrufræðum til B.A.-prófa. Athuganir á nokkrum öðrum
nýjum greinum eru á döfinni, og verður frá því skýrt á næst-
unni. Ég skal hér aðeins leggja áherzlu á það, að ég tel æski-
legt, að Háskólinn sinni, meir en nú er, þeim fræðigreinum,
sem höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar er mestur styrkur að.
Þjóðfélagið þarf á tilstyrk Háskólans að halda fyrir atvinnu-
lega uppbyggingu, og fyrir Háskólann er það mikil nauðsyn
að tengjast þjóðfélaginu traustari og lífrænni böndum en nú er.
Ráðstafanir til að bæta úr aðstöðu stúdenta til félagsiðkana
hafa verið íhugaðar rækilega á háskólaárinu. Háskólaráð taldi
rétt, að sett yrði sérstök undirbúningsnefnd til að fjalla um þau
mál. Skipaði menntamálaráðherra Stefán Hilmarsson banka-
stjóra formann, en aðrir nefndarmenn eru prófessorarnir Loft-
ur Þorsteinsson og Þórir Kr. Þórðarson, er háskólaráð til-
nefndi, og stúdentarnir Auðólfur Gunnarsson og Ellert Schram,
er stúdentaráð kaus. Á fjárlögum ársins 1964 voru veittar 500
þús. kr. til hins fyrirhugaða stúdentaheimilis, og á fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að veitt verði 1
millj. króna í þessu skyni. Mér er sérstök ánægja að geta mik-