Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 16
14
á fordæmi og liðna atburði í skólanum og ráðunautur og hægri
hönd rektora og háskólaráðs. Þá var hann fyrsti forstjóri bæði
happdrættis Háskólans og kvikmyndahúss Háskólans og vann
þar mikið starf. Hefir það verið mikið lán fyrir Háskólann að
hafa slíkum manni sem próf. Pétri á að skipa, og mun verka
hans lengi sjá stað í skólanum. Flyt ég prófessor Pétri alúðar-
þakkir Háskólans fyrir störf hans öll í þágu skólans.
Svo sem greint var á síðustu háskólahátíð er eftirmaður
próf. Péturs cand. jur. Jóhannes L. L. Helgason, héraðsdóms-
lögmaður.
Nokkur kennaraskipti hafa orðið á árinu. Dr. Finnbogi Guð-
mundsson fékk lausn frá dósentsstarfi sínu, er hann tók við
embætti landsbókavarðar á s.l. sumri. Var Davíð Erlingsson
cand. mag. ráðinn nú í haust til að annast íslenzkukennslu fyr-
ir erlenda stúdenta, er dr. Finnbogi hefir fjallað um undan-
farin ár. Nýr þýzkukennari, dr. Kjartan Gíslason, var og ráð-
inn til skólans í haust. Þá hefir Jóhann Finnsson tannlæknir
tekið að nýju upp kennslustörf í tannlæknisfræðum, en hann
hefir verið við framhaldsnám að undanförnu. Nokkrir nýir
kennarar hafa og verið ráðnir stundakennarar, m. a. í lyfja-
fræði lyfsala, efnafræði og verkfræði.
1 upphafi vormisseris kom til Háskólans gistiprófessor í
bandarískum bókmenntum á vegum Fulbrightstofnunarinnar.
Er það próf. Paul Taylor frá Brown-háskólanum í Providence,
Rhode Island. Prófessor Taylor verður hér einnig þetta háskóla-
ár. Hann er fimmti Fulbright prófessorinn, sem hér starfar,
og er Háskólinn þakklátur stofnuninni fyrir mikilvægt liðsinni
hennar við enskukennsluna í Háskólanum.
Sænski sendikennarinn fil. mag. Lars Elmér hefir látið af
starfi, en við tekið fil. mag. Sven Magnus Orrsjö frá Gauta-
borg.
Býð ég hina nýju kennara velkomna til starfa og þakka þeim,
er látið hafa af störfum, fyrir störf þeirra.
Á s.l. vormisseri gegndu feðgarnir prófessor Max Kjær Han-
sen og magister Ulf Kjær Hansen frá Verzlunarháskólanum í
Kaupmannahöfn starfi gistiprófessora við viðskiptadeild, og