Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 18
16
millj. kr., er samsvarar innkaupsverði rafeindareiknisins IBM
1620. Rafeindareiknirinn er nýkominn til landsins, og verður
vonandi unnt að hefja starfrækslu hans mjög á næstunni.
Háskólaráð setti vélinni og þeirri stofnun, sem um hana verð-
ur mynduð, sérstaka stjórn til bráðabirgða, og er hún skipuð
prófessorunum Magnúsi Magnússyni, formanni, Árna Vilhjálms-
syni og Steingrími Baldurssyni. Hafa þeir unnið mikið undir-
búningsverk. Rafeindareiknirinn er tvímælalaust mjög þýðing-
armikill fyrir ýmiss konar fræðilega úrvinnslu og rannsóknar-
starfsemi og gerir kleift að ráðast í rannsóknarverkefni, sem
ella væri með öllu ógerlegt að fást við. Verður vélin til mikilla
nytja fyrir rannsóknir og raunhæf verkefni á vettvangi ýmissa
raunvísinda, fræðilegra og hagnýti’a, í hagfræði, verkfræði o. fl.
og tengir Háskólann í auknum mæli við hagnýt rannsóknar-
störf og atvinnulíf þjóðarinnar. Kann Háskólinn forráðamönn-
um Framkvæmdabanka Islands miklar þakkir fyrir þessa stór-
kostlegu gjöf og þann glögga skilning á gildi vísindastarfsemi,
sem hún lýsir.
I maí s.l. tilkynnti Egill Vilhjálmsson forstjóri Háskólanum,
að hann myndi gefa á næstu þremur árum samtals 150.000
krónur til styrktar efnilegum kandídat í læknisfræði til fram-
haldsnáms í æða- og hjartasjúkdómafræði. Flyt ég gefanda al-
úðarþakkir fyrir þessa ágætu gjöf, sem koma mun í góðar
þarfir. Árna lækni Kristinssyni var veittur styrkurinn til fram-
haldsnáms í Lundúnum. Jafnframt minnist ég þess með þökk,
að Egill forstjóri Vilhjálmsson gaf fyrir nokkrum árum mynd-
arlega fjárhæð til þess að styrkja viðskiptafræðikandídat til
framhaldsnáms.
I júní s.l. stofnuðu hjónin Selma Langvad, fædd Guðjohnsen,
og Kaj verkfræðingur Langvad sjóð við Háskólann með höfuð-
stól að f járhæð 120.000 danskar krónur, þ. e. um 750.000 ísl. kr.
Skal verja vöxtum sjóðsins til þess að styrkja menningartengsl
Islands og Danmerkur. Þetta er einn mesti sjóður, sem stofn-
aður hefir verið hér við Háskólann, og flyt ég gefendum alúðar-
þakkir fyrir velvild þeirra og rausn í garð Háskólans. Orkar
ekki tvímælis, að þessi sjóður á eftir að gegna miklu hlutverki.