Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 19
17
Þess má geta, að Langvad verkfræðingur átti sæti í nefnd
þeirri, er undirbjó fyrstu reglugerð um nám í verkfræðideild
Háskólans á árinu 1945.
Á afmælishátíð Háskólans 1961 stofnaði Norðmaður, sem
eigi óskar að láta nafns síns getið, sjóðinn Norðmannsgjöf með
2 milljóna króna höfuðstóli. Skal verja tekjum sjóðsins til þess
annað tveggja að verðlauna íslenzkan vísindamann í hugvísind-
um eða styrkja útgáfu íslenzkra handrita eða handritafræða.
Er mikill Ijómi yfir þessum sjóði í hugum okkar Háskólans
manna. Háskólaráð kaus í nóv. s.l. stjórnarnefnd sjóðsins,
og er hún skipuð prófessor Hreini Benediktssyni, Jóhanni
skólameistara Hannessyni og háskólarektor. Stjórnarnefnd hef-
ir ákveðið að veita í dag í fyrsta sinni úr sjóðnum tvenn verð-
laun í sæmdarskyni og virðingar þeim dr. phil. et jur. Alex-
ander Jóhannessyni, fyrrv. háskólarektor, og prófessor, dr. phil.
et litt. et jur. Sigurði Nordal. Er mér mikil ánægja að skýra
frá þessu hér í dag.
í sambandi við sjóði vil ég enn geta þess, að s.l. sumar fór
fram fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði dr. Rögnvalds Péturs-
sonar til eflingar íslenzkum fræðum, og er magister Ólafur
Pálmason fyrsti styrkþegi þessa ágæta sjóðs.
Mér þykir hlýða að Ijúka þessum þætti máls míns með því
að vekja athygli á því ákvæði 12. gr. núgildandi skattalaga, sem
segir, að gjafir til tiltekinna stofnana, sem nemi allt að 10%
hreinna tekna gefanda, séu skattfrjálsar. Hefir mér verið heim-
ilað að skýra frá því hér í dag, að Háskólinn, sjóðir hans og
stofnanir muni verða í hópi þeirra aðilja, sem skattfrelsis-
ákvæðið tekur til, og njóta gefendur því skattfrelsis að því
marki, sem greint var, af gjöfum sínum til Háskólans. Það er
alkunna, að erlendis verður háskólum víða gott til gjafa, og
vissulega gæti háskóla vorum orðið hinn mesti styrkur að gjöf-
um, bæði vegna einstakra bygginga, rannsóknar- og kennslu-
verkefna og svo til styrkja fyrir stúdenta, kandídata eða félög
þeirra eða til almennrar háskólastarfsemi.
3