Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 20
18
V.
Á s.l. sumri voru haldin tvö námskeið hér í Háskólanum,
sem mig langar til að minnast á.
Hið fyrra var námskeið fyrir norska menntaskólakennara,
sem kenna nútíma íslenzku samkv. hinni athyglisverðu ákvörð-
un norsku ríkisstjórnarinnar í því efni. Var námskeiðið haldið
fyrir atbeina Menntamálaráðuneytis. Prófessor Bjarni Guðna-
son veitti námskeiðinu forstöðu og kennarar við Háskólann
önnuðust kennsluna. Var námskeið þetta mjög gagnlegt, og er
það Háskólanum gleðiefni, að til þess var stofnað.
Síðara námskeiðið var þing norrænna laganema. Var það hið
fjórtánda í röðinni, og eru þessi þing eins konar norrænn sum-
arháskóli í lögfræði, þar sem norrænir prófessorar flytja er-
indi úr fræðigreinum sínum og vettvangur skapast til ýmiss
konar umræðna um fræðileg efni. Laganemar stóðu sjálfir fyr-
ir þessu þingi með tilstyrk nokkurra eldri lögfræðinga og með
fjárstuðningi frá ríkissjóði, borgarsjóði og fleiri aðiljum. Var
þetta þing til mikils gagns og laganemum og skóla þeirra til
sæmdar.
Ég vil í framhaldi af þessu minnast á annað markvert félags-
legt framtak, þar sem eru hin myndarlegu tímarit, sem deildar-
félögin hér við Háskólann halda úti. Má þar nefna tímarit
læknanema, sem mun vera elzt þeirra tímarita, TJlfljót, tímarit
laganema, sem ég fullyrði af eigin raun, að er merkasta laga-
nematímarit á Norðurlöndum, og svo yngri tímaritin Mími,
Hagmál og Harðjaxl. Þessi tímarit öll eru Háskólanum til mik-
ils sóma.
VI.
Á s.l. ári voru 900 stúdentar skráðir í Háskólanum, en við
upphaf þessa háskólaárs eru þeir 950, fleiri en nokkru sinni
fyrr. Alls skráðust 331 stúdentar í Háskólann nú í haust, þar
af 128 konur. Flestir nýstúdenta eru skráðir til B.A.-náms, 92,
en þá til náms í læknisfræði, 48, og er aukning rétt 100% frá
síðasta ári. 1 heimspeki eru skráðir 48, í lögfræði og viðskipta-