Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 26
©
24
Þér nýstúdentar komið frá mörgum menntaskólum, fjórum
ísienzkum og allmörgum erlendum. Miklu varðar, að þér lag-
izt fljótlega að þeirri nýju skólaheild, sem þér tengizt nú, —
að hér myndist fljótlega e pluribus unum — og að þér gerið
yður grein fyrir kröfum hins nýja skóla og lögmálum hins
nýja náms. Um margt lýtur hið nýja nám yðar öðrum lögmál-
um en menntaskólanámið. 1 öllu háskólanámi reynir miklu
meir á greindarminni en þuluminni, meir á röksannindi en ann-
álasannindi, hlutlæg röklögmál svífa yfir vötnunum, þar sem
menn hljóta að rekja mynztur orsaka og afleiðinga. Allt há-
skólanám stefnir að því að glæða rökhyggju manna og hlut-
lægni, gera menn skyggna á vandamál og þjálfa menn í að sjá
og meta sjónarmið og rök, er vegast á við lausn álitamála. 1
allri fræðilegri starfsemi stunda menn hlutlæga sannleiksleit,
og það er skylda yðar stúdenta að taka þátt í þessari leit að
sannleika — þeim sannleika, er einn gerir menn frjálsa. Fræði-
leg rit eru aðeins tillögur til lausnar á vandamálum, og þér
eruð hvött til að kynna yður þau rit með gagnrýnislegri af-
stöðu. Leggið yður öll fram um að skilja forsendur fræðilegra
útlistana og ályktana og þær rannsóknaraðferðir, er liggja til
grundvallar vinnubrögðum höfundar, en minnizt ávallt hugs-
unar Ara, að skylt er að hafa það sem sannara reynist í
hverjum fræðum.
Vissulega stefnir Háskólinn að því að gera yður að lærdóms-
mönnum, en hitt er þó ekki síður keppikefli, að þér hljótið
trausta, fræðilega þjálfun og öðlizt örugga leiðsögn og leikni
í fræðilegum vinnubrögðum. Háskólanám gerir miklar kröfur
til stúdenta, og námið sjálft er sleitulaus vinna. Menn verða
hiklaust frá fyrstu stundu að þreyta fang við fræði sin, og slór
við nám fyrsta háskólaárið hefnir sín síðar. Enginn nær veru-
legum árangri í háskólanámi nema með einbeitni, hörku við
sjálfan sig, sjálfsögun; í slíku námi skyldi „ódýr strengur aldrei
sleginn". Háskólanám hvílir að verulegu leyti á sjálfstæðum
vinnubrögðum og sjálfsnámi. Þér megið vænta almennrar leið-
sagnar, en það kemur í hlut yðar sjálfra að vinna úr efni-
viðnum í miklu ríkara mæli en í öðrum skólum. I því efni vil