Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 27

Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 27
25 ég benda á, að mér virðist íslenzkir stúdentar gera of lítið að því að ræða fræðileg vandamál í sínum hópi. Við erlenda háskóla er gert mikið að því að skipuleggja viðræðufundi stú- denta innan tiltekinnar greinar. Ég vil beina því til yðar, að þér gerið tilraun með slíka nýbreytni, og væri vel, ef eldri stúdentar tækju þátt í slíkum viðræðufundum, yngri stúdent- um til leiðsagnar. Vandamálin skýrast oft ótrúlega vel í við- ræðum. Er kennslufarsleg nauðsyn á því að örva nemendur til að tjá sig meir en nú er í námi og kennslustundum. Það er von mín, að á næstunni verði teknar upp í öllum deildum sem- ínaræfingar, þar sem stúdentar ræða fræðileg vandamál í smærri hópum undir vegleiðslu kennara. I slikum umræðum kveikist funi af funa, og menn venjast því að tjá sig frjálslega og málefnislega um skoðanir sínar. Þér eigið margra kosta völ hér í Háskólanum til grósku og þroska. Gætið þess, að menn lifa ekki á brauði sinnar eigin fræðigreinar einu saman, reynið eftir getu að halda áfram almennri menntun yðar, með lestri öndvegis bókmennta og með því að njóta fagurra lista. Þér eruð ekki eingöngu borg- arar þjóðfélags vors — heldur einnig hluttakendur í samfélagi þjóða — kostið því kapps um að fylgjast vel með stefnum og straumum í umheiminum og þróun alþjóðavandamála. I dag, á degi Sameinuðu þjóðanna, er sérstök ástæða til að vekja at- hygli á þessum samfélagslegu viðhorfum. Við erlenda háskóla er stúdentum víða boðið upp á fjölda af fyrirlestrum um efni, sem hafa almennt menntunargildi, umfram eigið námsefni, svo- nefnt studium generale. Því miður er þessa ekki kostur nema í takmörkuðum mæli hér við Háskólann. Hér við Háskólann eru þó fluttir allmargir fyrirlestrar ár hvert um ýmiss konar fræðileg efni, og eru fyrirlesarar ýmist íslenzkir eða erlendir. Þessir fyrirlestrar hafa mikið almennt menntunargildi, og heiti ég á yður, ungu stúdentar, að þér notfærið yður þessi mennt- unarfæri með því að sækja slíka fyrirlestra, þótt þeir fjalli eigi um sérnámsgreinir yðar. Háskólaárin eru mörgum mönnum fegursti kaflinn í ævi þeirra, og eiga þó stundum við um þau orð Heidenstams: „Alt 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.