Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 29
27
Deildarforsetar voru þessir:
Prófessor Jóhann Hannesson í guðfræðideild,
varaforseti prófessor Björn Magnússon.
Prófessor Níels Dungál i læknadeild,
varaforseti prófessor Tómas Helgason.
Prófessor Magnús Þ. Torfason í lagadeild,
varaforseti prófessor Theódór B. LíncLal.
Prófessor Hreinn Benediktsson i heimspekideild,
varaforseti prófessor Þórhallur Vilmundarson.
Prófessor Trausti Einarsson í verkfræðideild,
varaforseti prófessor Magnús Magnússon.
Prófessor Ólafur Björnsson í viðskiptadeild,
varaforseti prófessor Árni Vilhjálmsson.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði var Auðólfur Gunnarsson,
stud. med., varafulltrúi Jón Oddsson, stud. jur.
Vegna vanheilsu gat forseti læknadeildar ekki sinnt störfum
deildarforseta, nema í upphafi haustmisseris, og gegndi vara-
forseti deildarinnar störfum hans nálega allt háskólaárið.
Háskólahátíð.
Háskólahátið var haldin fyrsta vetrardag, 24. okt. 1964. Að
henni lokinni bauð rektor háskólakennurum og konum þeirra
ásamt nokkrum öðrum gestum til kaffidrykkju að Hótel Sögu.
Embætti og kennarar.
Arinbjörn Kolbeinsson var ráðinn lektor frá 1. okt. 1964 að
telja.
Hinn 22. des. 1964 var dr. Ólafur Bjarnason settur prófessor
í veikindaforföllum prófessors Níelsar Dungals.
Hinn 25. maí 1965 var dr. Jóhann Axelsson skipaður prófess-
or í lífeðlisfræði frá 1. jan. 1965 að telja. Umsækjandi auk hans
var mag. scient. Halldór Þormar. 1 dómnefnd áttu sæti pró-
fessor Davíð Davíðsson, formaður, tilnefndur af læknadeild,