Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 31
29
Erlendir fyrirlesarar.
Hinn 29. og 30. sept. 1964 flutti dr. Thorsten Husén, pró-
fessor í uppeldisfræðum við Kennaraháskólann í Stokkhólmi,
tvo fyrirlestra í boði heimspekideildar. Nefndist sá fyrri: „De
samhálliga förutsáttningarna för enhetsskolereformer". Sá síð-
ari: „Tendenser i europeisk skolutveckling pá det gymnasiala
stadiet".
Hinn 2. og 3. okt. 1964 flutti próf. Svend Frederiksen, pró-
fessor í eskimóafræðum við The Cathoiic University of Ame-
rica, Washington, tvo fyrirlestra í Háskólanum um líf og trúar-
hugmyndir Eskimóa.
Hinn 7. okt. 1964 flutti fil. lic. Lena Österlöf, kennari við
International Graduate School í Stokkhólmi, fyrirlestur. Nefnd-
ist hann: „Diktarens ordval och ordbokens exakthet. Nágra
spi’ákliga problem i C. M. Bellman Fredmans epistlar".
Hinn 21. okt. 1964 flutti dr. Gerhard Nielsen, dósent frá
Kaupmannahafnarháskóla, fyrirlestur í boði Háskólans. Nefnd-
ist hann: „Selvkonfrontationsmetoden i psykologien".
Hinn 20. marz 1965 flutti prófessor Arne Trankell frá
Stokkhólmsháskóla fyrirlestur í boði Háskólans. Nefndist hann:
„Um hæfnispróf fyrir áhafnir loftfara“.
Hinn 2.—10. apríl 1965 dvaldist John Thornely, M.A., lög-
fræðikennari við Cambridgeháskóla, hér á landi í boði Háskól-
ans og á vegum British Council. Flutti hann 5 fyrirlestra fyrir
laganema og unga lögfræðikandídata um nokkra þætti í enskri
lögfræði.
I apríl og maí 1965 flutti prófessor E. W. Paulson frá Verzl-
unarháskólanum í Björgvin fyrirlestraflokk um fjármál fyrir-
tækja. Dvaldist hann hér á grundvelli gjafar Landsbanka
Islands og í boði viðskiptadeildar.
Hinn 21. apríl 1965 flutti prófessor Steblin-Kamenskij frá
Leníngradháskóla fyrirlestur í boði heimspekideildar. Nefndist
hann: „Phonemic merger and the old Icelandic phoneme Q“.
Hinn 23. apríl 1965 flutti prórektor Abo-háskóla, dr. Martti
Kantola, fyrirlestur í boði Háskólans. Nefndist hann: „Röntgen-
kristallografiska undersökningar vid Ábo Universitet".