Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 32
30
1 apríl 1965 flutti prófessor W. Thomtson frá Cornellháskóla
nokkra fyrirlestra um félagsfræði, og var heimsókn hans kost-
uð af Fulbrightstofnuninni.
Hinn 27. og 28. apríl 1965 flutti prófessor Gösta Holm frá
Lundi fyrirlestra í boði heimspekideildar. Sá fyrri hét: „Um
bæjanöfn, sem enda á -staðir“, en sá síðari „Höfundarleit og
staðfærsla texta“.
1 apríl og maí 1965 flutti prófessor Bo Axelsson, frá Tann-
læknaháskólanum í Umeá, um 20 fyrirlestra um tanntækni-
fræði, og dvaldist hann hér í boði Háskólans.
Hinn 9. júní 1985 flutti dr. Wilfried Guth, bankastjóri Kredit-
anstalt fiir Wiederaufbau í Frankfurt, fyrirlestur í boði Háskól-
ans. Nefndist hann: „Concepts and Lessons of Development".
Hinn 16. júní 1965 flutti dr. jur. Wilhelm Ebel, prófessor við
lagadeild háskólans í Göttingen, fyrirlestur í boði lagadeildar.
Fyrirlesturinn hét: „Uber die historischen Baer-Elemente des
Gesetzes“.
Hinn 25. júní 1965 flutti próf. dr. Alvar Nelson frá Uppsöl-
um fyrirlestur í boði Háskólans um vandamál í sænskri refsi-
löggjöf og refsiframkvæmd.
Hinn 7. ágúst 1965 flutti dr. William Davis, fyrrv. forstjóri
rannsóknarstofnunar í grasrækt í Henley í Bretlandi, fyrir-
lestur í boði Háskólans. Nefndist hann „Grassland Practice and
Research”.
Prófessor J. M. P. Ruiz de Torres frá Cali í Columbia flutti
fyrirlestur í boði Háskólans 9. september 1965 um tæknilegar
framfarir í Cauca-dalnum i Columbia.
Kennsla í félagsfræði.
1 júní 1965 var kjörin nefnd til að gera tillögur um kennslu
og rannsóknir í félagsfræðilegum greinum. 1 nefndinni eiga
sæti prófessorarnir Halldór Halldórsson, formaður, Guðlaugur
Þorvaldsson, Magnús Torfason og Þórir Kr. Þórðarson.
Heimspekileg forspjallsvísindi.
1 júní 1965 var nefnd þriggja manna kjörin til að gera til-