Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 33
31
lögur um endurskoðun á heimspekilegum forspjallsvísindum.
Nefndarmenn voru prófessorarnir Simon Jóh. Ágústsson, Jó-
hann Hannesson og Tómas Helgason.
Námskeið í líkskurði við Clasgow-háskóla
fyrir læknanema.
1 ágúst 1965 fóru læknanemar í fyrsta sinni á ofangreint
námskeið, og hefir prófessor G. Wyburn sýnt Háskólanum þá
vinsemd að veita íslenzkum læknanemum leiðsögn á þessu
námskeiði. Menntamálaráðuneytið veitti læknanemunum mik-
ilvægan styrk til fararinnar.
Skrásetning stúdenta í tannlækningum.
Eftirfarandi ályktun var gerð um þetta mál við upphaf há-
skóiaársins:
,,Með tilvísun til greinargerða forstöðumanns tannlækna-
kennslunnar, sem fyrir liggja, telur háskólaráð æskilegt að
veita a. m. k. 15 stúdentum upptöku nú í haust, en fellst á þá
afstöðu læknadeildar, að ekki sé unnt að taka nema 8 stúdenta,
fyrr en afstaða menntamálaráðherra um möguleika á aukn-
ingu kennsluhúsnæðis og kennaraliðs liggur fyrir. Háskólaráð
telur brýna nauðsyn bera til að auka kennslu í tannlækningum
og væntir þess fastlega, að ríkisstjórnin sjái sér fært að veita
fé til þess.“
Með bréfi menntamálaráðherra 12. okt. 1964 var Háskólan-
um tjáð, að ríkisstjórnin hefði „samþykkt að heimila Háskól-
anum að innrita 15 stúdenta árlega til náms í tannlæknisfræði
og skuli nauðsynlegar fjárveitingar í því sambandi teknar í
fjárlagafrumvarp fyrir árið 1966 og framvegis". Á grundvelli
þessa bréfs var ákveðið af hálfu Háskólans að leyfa 6 stúdent-
um til viðbótar að hefja nám haustið 1964.
Námskeið í stærðfræði.
Verkfræðideild beitti sér fyrir því í samráði við Verkfræð-
ingafélag Islands, að haldið var námskeið í marz og apríl 1965
fyrir verkfræðinga og aðra þá, sem áhuga hafa á að kynna