Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 36
34
Reiknistofnun Háskólans.
Háskólaráð samþykkti, að háskólastofnun sú, er sett var á
fót til að starfrækja rafeindareikni (tölvu), er Framkvæmda-
banki Islands gaf 1963, sbr. Árbók 1963—64, bls. 31, skyldi
heita Reiknistofnun Háskólans. Er hún til húsa í byggingu
Raunvísindastofnunar Háskólans, og var sá hluti byggingar-
innar fyrst tekinn í notkun, þ. e. hluti af kjallara undir bygg-
ingunni.
Prófessor Magnús Magnússon var ráðinn forstöðumaður
stofnunarinnar. 1 stjórn hennar eru auk hans prófessorarnir
Árni Vilhjálmsson og Steingrímur Baldursson.
Gjafir.
1 október 1964 bárust Háskólanum góðar gjafir valinna rita
og kennslutækja frá British Council.
Við upphaf háskólaárs afhenti Menntastofnun Bandaríkjanna
Háskólanum til eignar og umráða bókasafn bandaríska sendi-
kennarans hér og til viðbótar var afhent bókagjöf, og eru rit-
in einkum á sviði málfræði og tungumálakennslu.
Hinn 3. nóvember 1964 afhenti Sjóvátryggingarfélag Islands
h.f. Háskólanum 50.000 krónur að gjöf, er verja skal til hand-
ritaútgáfu eða annars kostnaðar vegna væntanlegrar heim-
komu íslenzkra handrita. Gjöf þessi var í samræmi við efni
bréfsins afhent Handritastofnun Islands.
Hinn 1. des. 1964 afhenti þýzka sendiráðið mikla bókagjöf
frá þýzka vísindaráðinu. Eru rit þessi einkum á sviði raunvís-
inda, hagfræði og viðskiptafræði, og allmikill hluti þeirra varð-
ar lönd, þjóðir og sögu. Eru þetta allt vísindarit frá síðustu
árum. Sérstök sýning var á ritum þessum í kennarastofu Há-
skólans.
1 apríl 1965 afhentu frú Kristín Snæhólm Hansen, ekkja
Skúla Hansens, tannlæknis, er lézt 31. des. 1964, og synir hans,
Gunnar Milton og Kristinn Ingi Hansen, Háskólanum að gjöf
mikið og verðmætt hljómplötusafn, er Skúli Hansen átti. Þá
fylgdu gjöfinni ýmis rit um tónlist. Þetta ágæta hljómplötu-