Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 39
37
Sameiginlegur fundur háskólaráðs og stúdcntaráðs
var haldinn hinn 18. nóv. 1964. Rætt var um ýmis félagsleg
málefni Háskólans.
Háskólalög og háskólareglugerð.
Hinn 19. des. 1964 var staðfest breyting á háskólareglugerð
varðandi nám í guðfræðideild, sbr. rgj. nr. 66, 19. des. 1964,
prentuð bls. 127 hér á eftir. Sú túlkun kom fram við afgreiðslu
málsins í háskólaráði, að báðir áfangar síðara hluta prófs verði
taldir einn prófhluti í merkingu háskólareglugerðar.
Hinn 4. júní 1965 var staðfest breyting á háskólareglugerð,
52. gr. 2. málsgr., þess efnis, að próf í forspjallsvísindum verði
skriflegt, og tekur sú tilhögun gildi við janúarpróf 1966, sbr.
rgj. nr. 80, 4. júní 1965, og er hún prentuð á bls. 129 hér á eftir.
Hinn 2. sept. 1965 var staðfest breyting á háskólareglugerð
varðandi nám til B.A.-prófs í heimspekideild og verkfræðideild,
svo og varðandi nám í heimspekideild að öðru leyti. Rgj. er
nr. 81, 2. sept. 1965, og er hún prentuð bls. 129 hér á eftir.
Með lögum nr. 72, 31. des. 1964, var stofnað nýtt prófessors-
embætti í læknadeild, og var það fyrsta embættið, sem stofnað
var til á grundvelli kennaraáætlunar Háskólans. Lögin eru
prentuð á bls. 138.
Hátíðasalur.
Hinn 14. jan. 1965 fól háskólaráð rektor að leita aðstoðar
arkitekta og annast framkvæmdir með það fyrir augum, að
fenginn verði nýr húsbúnaður í hátíðasal, svo að hann henti
sem fundarsalur, ráðstefnusalur, prófstofa og lestrarsalur, auk
þess sem hann verði áfram notaður við hátíðleg tækifæri.
Ljósabúnaður í háskólabyggingu.
Sérfræðingur var ráðinn til að athuga þetta mál og gera til-
lögur til úrbóta.
Kaup á fasteigninni Lóugötu 2.
Fasteign þessi var keypt með kaupsamningi, dags. 24. októ-