Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 40
38
ber 1964, enda gengur Háskólinn út frá því, að lóð þessi verði
til framtíðarnota fyrir skólann í byggingarstarfsemi hans, „og
jafnframt treystir háskólaráð því, að lóð fyrir sunnan núver-
andi háskólasvæði vestan Suðurgötu verði afhent Háskólanum
til frambúðarnota", svo sem segir í ályktun háskólaráðs 16.
okt. 1964.
Stúdentagarðar.
Hinn 4. febrúar 1965 gerði háskólaráð ályktun um, að skip-
uð yrði 5 manna nefnd „til að kanna þörf á nýjum stúdenta-
görðum fyrir einhleypa stúdenta og gifta stúdenta, svo og á
þjónustustofnunum, er standa í nánum tengslum við slík stú-
dentaheimili. Sé miðað við þarfir 15—20 ár fram í tímann.
Enn fremur verði það verkefni nefndarinnar að gera nokkra
grein fyrir kostnaði við byggingu þessara stofnana svo og hug-
myndum um úrræði til fjárútvega og um staðsetningu slíkra
stofnana. Þá verði einnig settar fram skoðanir um þörf á lög-
gjöf í þessum efnum“. Nefndin skyldi skipuð tveimur mönnum,
er háskólaráð tilnefnir, tveimur, er stúdentaráð tilnefnir, og
einum skipuðum af garðstjórn. Af hálfu háskólaráðs voru til-
nefndir þeir prófessor Magnús Torfason og Valdimar Kristins-
son, cand. oecon., B.A.
Umsögn um frumvarp til laga um Náttúrufræði-
stofnun íslands.
1 marz 1965 sendi háskólaráð frá sér umsögn um ofangreint
frumvarp, og var umsögn samin á grundvelli álits nefndar, er
háskólaráð kaus og í voru prófessorarnir Magnús Magnússon,
Trausti Einarsson og Þorbjörn Sigurgeirsson. Ástæða er til að
vekja athygli á niðurlagsorðum umsagnarinnar:
„Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, gerir ekki ráð fyrir
neinu sambandi við Háskólann, og er alls ekki vikið að þessu
mikilvæga atriði í greinargerð þess. Með frv. eru veigamiklar
undirstöðurannsóknir lagðar til stofnunar utan Háskólans. Er
það ekki í samræmi við umræður á raunvísindaráðstefnu, sem