Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Qupperneq 41
39
boðað var til 1961 að frumkvæði menntamálaráðherra, en sú
ráðstefna taldi eðlilegt, að undirstöðurannsóknir yrðu sem
mest faldar Háskólanum, og er það einnig sú vísindastefna, sem
mörkuð hefir verið af hálfu Háskólans. Nýsamdar tillögur um
náttúrufræðikennslu við Háskólann til B.A.-prófa og tilkoma
Raunvísindastofnunar Háskólans hafa og ásamt öðru breytt að-
stöðunni verulega frá ársbyrjun 1961, er háskólaráð fjallaði um
drög til ofangreinds frv., og hefir sú þróun leitt til þess, að enn
brýnni þörf er á því nú en þá, að „heildarlög verði sett hér á
landi um undirstöðurannsóknir almennt“, svo sem segir í bréfi
háskólarektors frá 12. jan. 1961, er fylgir greinargerð með frv.,
og „myndu lög um náttúrurannsóknir verða einn þáttur þeirra“,
eins og þar segir. Af Háskólans hendi mun verða næstu daga
stofnað til samningar á reglugerðarfrumvarpi, sem varðar
Raunvísindastofnun Háskólans og Raunvísindadeild, og er eðli-
legt, að þá fari fram allsherjarathugun á því, hvernig undir-
stöðurannsóknum verði í heild sinni skipað á hagfelldastan hátt.
Væri heppilegast, að beðið væri með afgreiðslu ofangreinds
lagafrumvarps, unz þessari athugun er lokið, enda verður það
vitaskuld einn þáttur þeirrar athugunar að kanna, hvernig
hyggilegt sé að haga tengslum milli Náttúrugripasafns og Há-
skólans til frambúðar. Sýnist það veigamikla atriði alls ekki
hafa verið kannað við samningu frumvarpsins, en það er skoð-
un Háskólans, að heppilegast sé, að þessi tengsl verði sem nán-
ust og að safnið verði háskólastofnun."
Fyrirlestrar og frœðslustarfsemi á vegum Háskólans.
Á grundvelli greinargerðar rektors um frambúðarskipun á
sunnudagsfyrirlestrum, annars konar fræðslustarfsemi fyrir
almenning og fræðslunámskeiðum fyrir kandidata fjallaði nefnd,
er háskólaráð kaus, um þetta mál. 1 nefndinni áttu sæti prófess-
orarnir Hreinn Benediktsson, Leifur Ásgeirsson og Tómas
Helgason. Háskólaráð taldi, að sunnudagsfyrirlestrar væru svo
illa sóttir yfirleitt, að vafasamt væri að halda þeim áfram,
nema sérstaklega stæði á, en taldi ekki ástæðu til skipulagn-
ingar á útvarpsfyrirlestrum, er kennarar haldi. Háskólaráð var