Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 43
41
prófessorarnir Ólafur Jóhannesson og Kristinn Stefánsson.
Endurskoðendur voru kjörnir prófessorarnir Ólafur Björnsson
og Þórir Kr. Þórðarson.
Málverk af dr. Sigurði Nordal.
Háskólaráð óskaði þess við dr. Sigurð Nordal, prófessor, að
listmálari gerði af honum málverk á kostnað Háskólans í virð-
ingarskyni. Féllst hann á það, og gerði Nína Tryggvadóttir,
listmálari, málverkið, sem komið var fyrir í skrifstofu rekt-
ors.
Norræna húsið.
Háskólaráð tilnefndi af sinni hálfu í stjórnarnefnd rektor,
prófessor Ármann Snævarr. Aðrir í stjórn hússins eru frá
Danmörku Eigil Thrane, skrifstofustjóri, frá Finnlandi Ragnar
Meinander, ráðuneytisstjóri, frá Noregi Johan sendiherra
Cappelen, frá Svíþjóð prófessor Gunnar Hoppe, frá Norræna
félaginu á Islandi Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, svo
og Halldór K. Laxness, tilnefndur af menntamála ráðherra.
Stjórnin kaus á fyrsta fundi sínum 19. ágúst 1965 rektor Ár-
mann Snævarr formann.
Framkvæmdir við byggingu Norræna hússins hófust á árinu
1965, en húsið teiknaði finnski arkitektinn prófessor Alvar
Aalto.
IV. KENNARAR HÁSKÓLANS
Kennarar í guðfræðideild og kennslugreinar þeirra:
Prófessorar:
Björn Magnússon: Kristileg siðfræði, kennimannleg guðfræði
(helgisiðafræði, trúkennslufræði, verklegar æfingar í barna-
spurningum), Nýjatestamentisfræði (trúarsaga Nýja testa-
mentisins, ritskýring Jóhannesarguðspjalls og Jóhannesarbréfa,
Hebreabréf, samtíðarsaga Nýja testamentisins), æfingar í
bréfa- og skýrslugerð presta.
6