Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 92
90
Fyrri hluti.
I lok fyrra misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs í lögfræði.
Verkefni í skriflegu prófi voru þessi:
I. Fjármunaréttur I:
1. Hverju máli skiptir það um skaðabótakröfu utan samn-
inga, að fleiri menn en einn, og þar á meðal tjónþoli
sjálfur, eru valdir að tjóninu?
2. Raunhæft úrlausnarefni.
II. Fjármunaréttur II: Gerið grein fyrir meginreglum um
sjálfsvörzluveð í fasteign.
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Gerið grein fyrir lagagildi festa samkvæmt íslenzkum
rétti, og lýsið sérstaklega reglunum um bætur fyrir
festaslit.
2. Raunhæft úrlausnarefni.
IV. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur: Prentfrelsi.
V. Raunhœft verkefni.
1 lok síðara misseris luku 9 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs.
Verkefni í skriflegu prófi voru þessi:
I. Fjármunaréttur I:
1. Hvað er loforð í þágu þriðja manns? Nefnið dæmi um
slík loforð og lýsið þeim réttarreglum, sem um þau
gilda.
2. Raunhæft úrlausnarefni.
II. Fjármunaréttur II: Gerið grein fyrir aðalreglum um eign-
arafsöl að fasteignum.
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Lýsið lögerfðareglum íslenzks réttar í megindráttum.
2. Að hve miklu leyti koma aðrar réttarreglur til greina
um mann, sem er sviptur fjárræði, og löggerninga hans
en um mann, sem er ófjárráða sakir æsku?
3. A, 19 ára, selur B bifhjól sitt. Hvaða atvik geta legið
til þess, að gerningurinn sé gildur?