Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 103
101
Læknafélags íslands 1959—61.1 fulltrúaráði Bandalags háskóla-
manna frá 1958 —63. Formaður Læknafélags Reykjavíkur frá
1964. Dr. med. frá Háskóla Islands 5. des. 1964. K. 19. sept.
1948 Berta Andrea, f. 4. nóv. 1924, Jónsdóttir kaupmanns á
Fáskrúðsfirði Davíðssonar.
VIII. LÁTINN HÁSKÓLAKENNARI
Fyrrv. háskólarektor, prófessor Alexander Jóhannesson, lézt
hinn 7. júní 1965, 76 ára að aldri. Með honum er genginn einn
gagnmerkasti og svipmesti maður sinnar samtíðar á landi hér,
einn þeirra manna, sem íslenzk þjóð gjörvöll stendur í mikilli
þakkarskuld við.
Prófessor Alexander Jóhannesson kenndi öllum mönnum
lengur við Háskólann, og hann gegndi miklu lengur embætti
rektors en nokkur annar. Saga hans og Háskólans er marg-
tengd og harla samslungin. Þegar Háskólinn fagnaði hálfrar
aldar afmæli 1961, lét nærri, að próf. Alexander hefði verið
rektor fjórðung af starfsaldri skólans og kennari í full 43 ár.
Ilins er þó ekki síður að minnast, hve gagnger áhrif hann
hafði á mótun skólans og framþróun.
Er próf. Alexander tók við rektorsembætti í fyrsta skipti
árið 1932, urðu í raun réttri þáttaskil í sögu Háskólans. Hinn
ungi rektor markaði stefnu sína skýrlega og djarflega þegar
í upphafi. Það er arnsúgur í ræðum hans frá þeim tíma, þar
eldi af nýjum degi. Merkið var sett hátt og orðum fylgdu at-
hafnir. Á fyrsta rektorstímabili hans eða í kjölfar þess rak
hver stórframkvæmdin aðra, bygging stúdentagarðsins eldra,
stofnun atvinnudeildar Háskólans og bygging húss fyrir hana,
háskólabyggingin, stúdentagarðurinn nýi, íþróttahús og þjóð-
minjasafnsbygging. Var próf. Alexander formaður í byggingar-
nefndum flestra þessara bygginga og lífið og sálin í þessum
framkvæmdum öllum. Síðar var hann formaður byggingar-
nefndar kvikmynda- og samkomuhúss Háskólans og vann þar