Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 104
102
mikið verk. Auk þess kom mjög í hans hlut að hrinda í fram-
kvæmd skipulagningu á háskólalóðinni eldri og lagfæringu
hennar. I öllum þessum störfum lagði hann sig allan fram og
hlífði sér hvergi. Lagðist hér allt á eina sveif, einstök atorka
og athafnagleði, glöggskyggni á tiltækileg úrræði og hagsýni
og lagni í störfum.
Er ánægjulegt að minnast þess, hve örar byggingarfram-
kvæmdirnar voru í háskólahverfinu, þar sem fyrstu bygging-
unni var lokið 1934, en hinni síðustu 1952, og lóðinni komið
í gott horf þegar árið 1952. Átti próf. Alexander raunar góðan
hlut að því að tryggja Háskólanum lóðarsvæði það, er Reykja-
víkurbær afhenti honum 1936, þótt þar nyti einnig við atbeina
margra annarra góðra manna.
Þegar próf. Alexander markaði framtíðarstefnu Háskólans
í upphafi rektorsferils síns, var honum vel Ijóst, að áformum
um nýjar byggingar í þágu skólans yrði seint hrundið í fram-
kvæmd, nema skólanum yrði tryggður sérstakur tekjustofn
til byggingarframkvæmda. Var hann forvígismaður af hendi
háskólamanna um að freista þess að fá leyfi til að reka happ-
drætti í þarfir byggingarframkvæmda skólans, en ýmsir al-
þingismenn sýndu því máli mikinn skilning og studdu það
drengilega, og ber þar ekki sízt að minnast atfylgis Jónasar
Jónssonar. Hefir happdrættið staðið straum af flestum bygg-
ingum Háskólans. Sat próf. Alexander í stjórn happdrættisins
frá upphafi og lét sér ávallt annt um gengi þess í hvívetna.
Þá sat hann einnig í stjórn kvikmyndahúss Háskólans um lang-
an aldur og studdi það með ráðum og dáð.
Próf. Alexander stuðlaði ekki eingöngu að því að auka húsa-
kost Háskólans. Hann átti og mikinn hlut að því að auka
starfssvið skólans. í rektorstíð hans hófst kennsla í verkfræði,
viðskiptafræðikennsla tengdist Háskólanum, og kennsla til
B.A.-prófa hófst. Þá var hann meðal upphafsmanna að því,
að hafizt var handa um samningu íslenzkrar orðabókar, og var
hann formaður orðabókarnefndar til dánardægurs. Var það
starf allt honum hugfólgið.
Mikil og margvisleg fræðirit liggja eftir próf. Alexander. Er