Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 106
104
ingu sinni, maður „integer vitae“ í líferni sínu öllu. 1 allri
framkomu var hann höfðinglegur og háttvís, aðsópsmikill og
skörulegur. Var auðséð, að þar, sem hann var, fór fjörmaður
og atorkumaður, en jafnframt prúðmenni og ljúfmenni. Hann
var óvenjulega heilsteyptur persónuleiki, sem gekk heilshugar
að hverju verki, en allt hik og hálfvelgja var andstætt skap-
ferli hans. Hann skildi manna bezt unga menn og viðhorf þeirra
og hvatti þá jafnan til dáða, en dró hvergi úr. Var rektor vin-
sæll mjög af stúdentum, bæði nemendum sinum og öðrum.
Áttu þeir í honum vin og leiðsögumann, sem gott var að
leita til.
Yfir minningu prófessors Alexanders Jóhannessonar verður
ávallt bjart og heiðskírt. Er það mikið lífslán að hafa eign-
azt vináttu og notið hollráða þessa mikla drengskaparmanns.
Hans verður alla stund minnzt í sögu Háskóla íslands sem eins
helzta velgerðarmanns þeirrar stofnunar — sem þess manns,
er hóf Háskólann úr örbirgð til bjargálna.
Kennarar Háskóla Islands og aðrir starfsmenn blessa minn-
ingu hins mikilsmetna og mikilvirka rektors og þakka leið-
söguna, áræðið og þá ósérhlífni, er aldrei brást.
Ármann Snxzvarr.
I.
Með Alexander Jóhannessyni prófessor er fallinn í valinn
einn af merkustu og atkvæðamestu mönnum sinnar kynslóðar
á Islandi, ekki aðeins einn þeirra, sem settu svip á bæinn,
heldur á landið, maður, sem hefir markað dýpri spor í íslenzkt
menntalíf en flestir samtímamanna hans, unnið þrekvirki, sem
standa munu um langa framtíð. Alexander Jóhannesson var í
senn svipmikill persónuleiki, mikilvirkur vísindamaður, þrótt-
mikill framkvæmdamaður og drenglundaður og vammlaus
maður.
II.
Alexander Jóhannesson fæddist á Gili í Sauðárhreppi í
Skagafjarðarsýslu 15. júlí 1888. Foreldrar hans voru Jóhannes