Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 109
107
m
nokkru uppseld. Stúdentar og fræðimenn í íslenzkum fræðum
leita enn mikið til þessarar bókar.
Tvö rit prófessors Alexanders fjalla um íslenzka orðmynd-
unarfræði, annað um viðskeyti í íslenzku, Die Suffixe im Islan-
dischen, Árbók Háskóla íslands 1926—27, Rvík 1928, hitt um
samsett orð í íslenzku, Die Komposita im Islandischen, Rit Vís-
indafélags íslendinga, nr. 4, Rvík 1928. Bæði þessi rit eru einu
yfirlitsverk um þessi efni og því nauðsynleg hverjum þeim, sem
fást við vandamál af þessu tæi. Þá rannsakaði prófessor Alex-
ander uppruna íslenzkra orða, sem í eru löng, lin lokhljóð, og
gaf út bók um það efni, Die Mediageminata im Isldndischen,
Árbók Háskóla íslands 1929—30, Rvík 1932.
Eitthvert skemmtilegasta rit prófessors Alexanders er Hug-
ur og tunga, Rvík 1926. Er þar einkum fjallað um hljóðgerv-
inga og orð, sem breytzt hafa vegna alþýðuskýringar. Mér er
nær að halda, að hér hafi hann orðið beint eða óbeint fyrir
áhrifum frá prófessor Kristoffer Nyrop, sem var kennari hans
í frönsku við Hafnarháskóla.
Veigamesta verk prófessors Alexanders á þessu sviði er þó
ótalið enn, en það er hin mikla orðsifjabók hans, Islandisches
etymologisches Wörterbuch, Bern 1951—56. Bókin er rúmar
1400 bls. í allstóru broti. Hún er þrekvirki. Höfundur kynnti
sér eftir föngum bækur og ritgerðir um efnið, og mikill kostur
er það, að hann vitnar óspart til heimilda sinna. Orðsifjabækur
liggja allra bóka bezt við höggi. Orðsifjafræðin er hál fræði-
grein. Þar eru mörg viðfangsefni, sem erfitt er að fóta sig á, og
oft er við upprunaskýringar orða um marga kosti að velja. Það
er því að jafnaði vandalítið að hafa í frammi gagnrýni um
slík rit, enda hefir það nokkuð verið gert um þetta höfuðrit
prófessors Alexanders. En ósýnt er, hvort gagnrýnendur hans
hefðu fengið betri dóma, ef þeir hefðu ráðizt í að leysa þetta
stórvirki af höndum. Víst er, að bókin verður ómetanlegt hjálp-
argagn um nokkra framtíð. Hún er eina orðsifjabókin, sem
nær bæði til fornmáls og nútímamáls íslenzks. Einn höfuð-
kostur Alexanders var sá, hve hugkvæmur hann var, og þessi