Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 112
110
júní sama ár. Prófessor Alexander átti sæti þegar í fyrstu
stjórn Happdrættisins og var um langt skeið formaður stjórn-
ar þess.
Rekstur kvikmyndahúss var um nokkurt skeið Háskólanum
fjárhagsleg stoð — og vel má vera, að svo verði síðar. Alex-
ander Jóhannesson átti ekki hugmyndina að þessu fyrirtæki,
en hann studdi málið með ráðum og dáð. Hann var formaður
byggingarnefndar Samkomuhúss Háskólans og hefir látið sér
mjög annt um rekstur þess.
Mörg önnur mál lét prófessor Alexander til sín taka innan
Háskólans, en hér er aðeins unnt að nefna fá þeirra. Orðabók
Háskólans var eitt af óskabörnum hans innan stofnunarinnar.
Hann minnist á það í setningarræðu Háskólans 1932, að það
hljóti „að verða keppikefli íslendinga að ... láta semja vís-
indalega orðabólc íslenzkrar tungu“. Fjárhagslegt getuleysi
stofnunarinnar olli því, að þetta mál dróst á langinn, enda vart
tímabært, fyrr en leyst hafði verið úr frumstæðustu húsnæðis-
þörfum hennar. Á fundi í Heimspekideild 3. mai 1943, nákvæm-
lega 10 árum eftir að happdrættislögin voru samþykkt, er ósk-
að framlags úr Sáttmálasjóði til „undirbúnings sögulegrar
orðabókar um islenzkt mál frá miðri 16. öld til vorra daga“.
Málið var rætt í háskólaráði 11. maí og endanlega samþykkt
2. júní 1943. Alexander Jóhannesson var formaður Orðabókar-
nefndar frá stofnun hennar til dauðadags. Hann vann ötullega
að fjölgun starfsliðs og bættum vinnuskilyrðum við Orðabók-
ina. Orðabókarnefnd hafði um langt skeið með höndum útgáfu
nýyrða fyrir Menntamálaráðuneyti, og tók prófessor Alexander
þátt í því starfi af miklum áhuga, var djarfur nýyrðasmiður,
en ekki er tóm til að rekja þá sögu hér.
Af öðrum meiri háttar málum innan Háskólans, sem pró-
fessor Alexander var við riðinn, mætti nefna, að verkfræði-
kennsla hófst í Háskólanum í rektorstíð hans (1940), sömu-
leiðis að kennsla í viðskiptafræði var flutt í Háskólann (1941),
og komið var skipan á B.A.-nám (1942).
Af málum, sem ekki varða Háskólann beint, en eru þó í
nánum tengslum við áhugamál þeirrar stofnunar, má nefna,