Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 114
112
mennskunni og gerðu hann að miklum manni, manni, sem íslenzk
þjóð stendur í mikilli þakkarskuld við, enda mun hans verða
lengi minnzt. Þótt prófessor Alexander yrði ekki barna auðið
í þess orðs raunmerkingu, á hann samt mörg börn, sem vænt-
anlega eiga eftir að dafna vel og verða föður sínum til verð-
ugs sóma.
Halldór Halldórsson.
IX. HÁSKÓLABÓKASAFN 1965
Unnið var að umbót á útlánastofu safnsins og hafin um-
skipti á húsmunum þar og ritvélakosti, en báðar ritvélar safns-
ins voru frá 1946 og eigi rafknúnar. Framkvæmast þessar um-
bætur 1965—68.
Bindatala hækkaði um rúm 12 þúsund á árinu, þótt keypt
rit næðu naumlega meðalfjölda; mest af hinu var bandariskt
kjarneðlisfræðasafn (a. m. 1. fjölrituð bd.), sem kom í gjöfum
vestan á nokkrum árum og var nú vinzað, er rit hættu að
mestu að bætast við það. Var hið betra af því innfært, en hitt
sett í hlaða, sem aldrei verður bætt inn í Hbs.
Þrátt fyrir framför sína virtist Hbs. langt eiga í land 1965
að geta fylgt eftir öðrum vexti og framförum Háskólans.
Björn Sigfússon.
X. STYRKVEITINGAR
Ríkisstjórn Islands veitti eftirfarandi stúdentum styrki til
náms í íslenzkri tungu, sögu íslands og bókmenntum þetta
háskólaár: Philip E. Niland frá Ástralíu, Patricia Lee Conroy
frá Bandaríkjunum, Rory McTurk frá Bretlandi, Lene Ravn
frá Danmörku, Ingegerd Nyström frá Finnlandi, Arne Torp