Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 128
126
XIV. ÝMISLEGT
A. SKIPULAGSSKRÁ
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Iláskólasjóð h/f Eimskipafélags Islands,
nr. 247, 11. nóv. 1964.
1. gr.
Nafn sjóðsins er Háskólasjóður h/f Eimskipafélags íslands.
2. gr.
Sjóðurinn er stofnaður til minningar um alla þá Vestur-íslendinga,
sem hlut áttu að stofnun H/f Eimskipafélags íslands. Stofnendur
teljast allir þeir, er afhenda sjóðnum gjafir fyrir árslok 1966.
3. gr.
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að velgengni Háskóla íslands, svo
og að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskólann eftir ákvörð-
un háskólaráðs.
4. gr.
Stofneign sjóðsins nú er kr. 342000,00. Er stofneignin öll í hluta-
bréfum H/f Eimskipafélags íslands að nafnverði kr. 342000,00.
5. gr.
Sjóðurinn tekur á móti gjöfum og áheitum þeirra manna, er styðja
vilja starfsemi hans.
Stjórn sjóðsins skipa fjórir menn: Stjórnarformaður H/f Eimskipa-
félags Islands, varaformaður og forstjóri félagsins. Fjórða stjórnar-
manninn tilnefna stofnendur úr sínum hópi. Getur hann falið manni,
búsettum á íslandi, að fara með atkvæði sitt á fundum sjóðsstjórnar.
Eftir lát stofnenda skal stjórn sjóðsins skipuð þeim þrem mönn-
um, er fyrstir eru nefndir hér að framan.
6. gr.
Sjóðsstjórnin skal annast reikningshald sjóðsins og ávaxta fé hans
á sem tryggilegastan hátt. Skal sjóðsstjómin halda nákvæma skrá
yfir nöfn og gjafir þeirra, er gefa til sjóðsins, svo og gjafir, fram-
lög eða styrki úr sjóðnum.
Endurskoðendur sjóðsins skulu vera hinir sömu og endurskoðendur
H/f Eimskipafélags íslands.