Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 129
127
Reikningar sjóðsins skulu árlega birtir ásamt reikningum Eim-
skipafélagsins. Skal háskólaráði sent eintak af reikningunum.
7. gr.
Meðan í gildi eru ákvæði samþykkta H/f Eimskipafélags íslands
um tilnefningu og kjör af hálfu vestur-íslenzkra hluthafa í stjórn
félagsins, skal atkvæðisréttur, er fylgir hlutabréfum, er sjóðurinn hef-
ur hlotið að gjöf frá mönnum, búsettum í Vesturheimi, vera í hönd-
um gefenda eða þeirra, er þeir hafa falið að fara með atkvæði.
Við lát gefenda fellur þessi atkvæðisréttur til stjórnar sjóðsins,
er fær að öllu leyti sama atkvæðisrétt sem vestur-íslenzkir hluthafar.
Sjóðsstjórn er heimilt að selja hlutabréf sjóðsins fyrir hagkvæmt
verð, en þó aldrei fyrr en gefandi er látinn.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
Var skipulagsskráin staðfest 11. nóv. 1964.
B. BREYTING Á HÁSKÓLAREGLUGERÐ.
AUGLÝSING nr. 66, 19. des. 1964,
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð
nr. 76/1958 fyrir Háskóla Islands.
Forseti Islands féllst hinn 19. þ. m. á tillögu menntamálaráðherra
um eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76/1958 fyrir Háskóla ís-
lands:
1. gr.
Við 40. grein:
Fyrir neðan orðin „Kennsla í guðfræðideild“ komi: stór bókstafur
A. Liðirnir 1—6 í 40. grein haldist óbreyttir. Framhald orðist svo:
7. Kennimannleg guöfræöi.
a. Prédikunarfræði.
b. Sálgæzlufræði.
c. Helgisiðafræði.
d. Sálma- og messusöngsfræði og tónflutningur.
e. Framsögn.
f. Trúkennslufræði.
g. Bréfa- og skýrslugerð presta.
8. Kirkjuréttur.
9. Gríska.
10. Hebreska.