Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Blaðsíða 131
129
Prófið í 1., 2., 4., 5. og 6. grein er bæði skriflegt og munnlegt, en
verklegt í 3. og 7. grein.
Barnaspurningar fara fram með þeim hætti, að kandídatar spyrja
börn út úr efni, sem þeim hefur verið tilkynnt degi áður en spurn-
ingar fara fram.
Prófprédikun skal skilað skriflegri í síðasta lagi viku eftir að texti
hennar hefur verið tilkynntur, og í próflok skal hún flutt opinber-
lega í kapellu Háskólans.
Gefa skal einkunn fyrir hverja grein í skriflegu og munnlegu prófi,
svo og verklegu prófi. Einkunn fyrir ritgerð úr sérnámi og úrlausnir
í munnlegum Nýja testamentisfræðum skal tvöfalda.
D. Undanþágur.
Guðfræðideild getur veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar grein-
ar um tímatakmörk við próf, ef stúdent hefur verið veikur eða öðr-
um sérstökum ástæðum er til að dreifa.
Nú er stúdent ekki söngvinn, og má þá undanþiggja hann skyldum
um tónflutning.
3. gr.
^ Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi.
AUGLÝSING nr. 80, 4. júní 1965,
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð
nr. 76/1958 fyrir Háskóla Islands.
Forseti íslands féllst hinn 2. þ. m. á tillögu menntamálaráðherra
um eftirfarandi breytingu á reglugerð fyrir Háskóla íslands nr. 76
frá 17. júní 1958.
1. gr.
52. gr. 2. málsgr. hljóði svo:
Prófið er aðeins skriflegt. Enginn stenzt prófið, ef hann hlýtur
lægri einkunn en 7. Kennarinn dæmir einn um úrlausnina.
2. gr.
Mimnlegt próf samkv. 52. gr. 2. málsgr. háskólareglugerðar skal
haldið í síðasta skipti í lok vormisseris 1965, og tekur reglugerð þessi
gildi samkvæmt því.
17