Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 132
130
AUGLÝSING nr. 81, 2. sept. 1965,
um staðfestingu handhafa valds forseta tslands
á breytingu á reglugerð nr. 76/1958
fyrir Háskóla Islands.
Handhafar valds forseta íslands féllust hinn 31. ágúst s. 1. á til-
lögu menntamálaráðherra um eftirfarandi breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla íslands nr. 76 frá 17. júní 1958 og síðari breyting-
um á henni:
1. gr.
D.-liður V. kafla orðist svo:
D. Heimspekideild.
51. gr.
Kennsla í heimspekideild.
1 heimspekideild skal kennt:
1. Heimspekileg forspjallsvísindi. í forspjallsvísindum skal kenna
almenna sálarfræði, rökfræði og annaðhvort undirstöðuatriði sið-
fræði eða valda kafla úr heimspekisögu.
2. Almenn málvísindi og hljóðfræði til forprófs.
3. Latína til forprófs.
4. íslenzka, danska, norska, sænska, finnska, enska, þýzka, franska,
spænska, latína, gríska, sagnfræði, landafræði, almenn bók-
menntasaga, almenn málvísindi, heimspeki, bókasafnsfræði.
Kennslan skal einkum stefna að því að undirbúa nemendur undir
próf samkv. 53. og 54. gr. Kennslu til B.A.-prófs skal hagað
þannig, að íarið sé yfir námsefni hvers stigs á tveimur kennslu-
misserum.
Nú er ekki kostur hæfra kennara í grein, að mati deildarinnar,
og er þá heimilt að fella niður kennslu og próf í greininni. Heim-
ilt er og að fella niður kennslu í grein, sem ekki er fastráðinn
kennari í við deildina, ef þátttaka stúdenta fer niður fyrir visst
lágmark, er háskólinn og ráðuneytið ákveða. Þó skal af þessari
ástæðu ekki fella niður kennslu á 2. og 3. stigi í grein, sem kennd
hefur verið á 1. stigi, fyrr en stúdentum, er lokið hafa 1. stigs
prófi, hefur gefizt kostur á að ljúka, innan hæfilegra tímamarka,
þremur prófstigum í greininni. Kveða má nánara á um þessi efni
með samþykkt, er háskólaráð gerir, að fenginni tillögu deildar-
innar, og ráðuneytið staðfestir.
5. Miðaldalatína til cand. mag,- og mag. art.-prófa, samkv. reglum,
er deildin setur.