Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 135
133
markað svið í aðalgrein, kjörsvið, sem hann kynnir sér rækilega.
Prófið hefst á ritgerð úr kjörsviði kandídatsins. Eigi má líða meira
en ár, frá því að kjörsviðsritgerð er skilað, þar til hinn hluti prófs-
ins hefst.
Kandídatspróf eru þessi:
A. Kandídatspróf í íslenzku.
Sá, sem leyst hefur af hendi B.A.-próf í íslenzku og annarri grein,
getur lesið til cand. mag.-prófs í íslenzku. Kandídatinn velur sér aðal-
grein, málfræði og sögu íslenzkrar tungu eða íslenzkar bókmenntir,
skýring þeirra og sögu, og kjörsvið innan hennar. Hin greinin er
hliðargrein.
Heimilt er að áskilja nokkra þekkingu í öðrum norrænum mál-
um og/eða bókmenntum, svo og í öðrum germönskum málum.
B. Kandídatspróf í sagnfrœöi.
Sá, er leyst hefur af hendi B.A.-próf í sagnfræði og annarri grein,
getur lesið til cand. mag.-prófs í sagnfræði. Kandídatinn velur sér
aðalgrein, sögu og menningarsögu íslendinga eða almenna sögu, og
kjörsvið innan hennar. Hin greinin er hliðargrein.
Nám í hliðargrein er fólgið í viðbótarnámi í þætti greinarinnar
eða tímabili, er kandídat velur sér, samkv. reglum, er deildin setur.
í aðalgrein er prófið bæði munnlegt og skriflegt, en í hliðargrein
aðeins munnlegt. Einkunnir eru 5 alls: Meðaleinkunn úr B.A.-prófi,
einkunn fyrir heimaritgerð og þrjár einkunnir fyrir prófúrlausnir,
tvær í aðalgrein (fyrir skriflega og munnlega úrlausn) og ein í hlið-
argrein.
C. Kandídatspróf í íslenzkum frceöum.
Sá, er leyst hefur af hendi B.A.-próf i íslenzku og sagnfræði,
getur lesið til cand. mag.-prófs í íslenzkum fræðum. Prófgreinir eru
þrjár: málfræði og saga íslenzkrar tungu, íslenzkar bókmenntir, skýr-
ing þeirra og saga, og saga og menningarsaga Islendinga. Kandídat-
inn velur sér kjörsvið í einni þessara greina.
Prófið er bæði munnlegt og skriflegt í hverri grein. Einkunnir
eru 5 alls: Meðaleinkunn úr B.A.-prófi, einkunn fyrir heimaritgerð
og ein einkunn fyrir prófúrlausnir (munnlega og skriflega sameigin-
lega) í hverri prófgrein.
D. Heimilt er að stofna til cand. mag.-prófa í öðrum greinum,
eftir að prófessor hefur verið skipaður í greininni.