Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 136
134
II. Meistarapróf.
Að loknu B.A.-prófi er stúdent heimilt að ganga undir meistara-
próf (mag. art.-próf). Hann velur sér að meginviðfangsefni eina próf-
grein, en innan þeirrar prófgreinar nánar afmarkað svið, kjörsvið,
er hann skal rannsaka vísindalega. Hann skal semja ritgerð um efni
úr kjörsviði. Skal kjörsviðsverkefni innt af hendi á undan öðrum
hlutum prófsins. Auk þess flytur stúdentinn fyrirlestur í heyranda
hljóði og fær 8 daga til að semja hann.
Meistarapróf er tvenns konar:
A. Meistarœpróf í íslenzkum frœöum.
Sá, er leyst hefur af hendi B.A.-próf í íslenzku og sagnfræði, þrjú
stig í hvorri grein, getur lesið til meistaraprófs í íslenzkum fræðum.
Prófgreinir eru þrjár: málfræði og saga íslenzkrar tungu, íslenzkar
bókmenntir, skýring þeirra og saga, og saga og menningarsaga
Islendinga.
B. Meistarapróf í norrcenum málum.
Sá, er leyst hefur af hendi B.A.-próf í norrænum málum, þar af
þrjú stig í íslenzku, getur lesið til meistaraprófs í norrænum málum.
Prófgreinir eru tvær: málfræði og saga norrænna mála og norrænar
bókmenntir, skýring og saga.
Prófin eru bæði skrifleg og munnleg. Einkunnir eru tvær: ágæt-
lega hæfur (admissus cum egregia laude) og hæfur með lofi (ad-
missus cum laude). Stúdent stenzt ekki prófið, nema aðalritgerð sé
metin til 1. einkunnar og einnig aðrir hlutar prófsins samanlagðir.
Prófessorar dæma einir um meistarapróf.
Nánari reglur um námsferil til cand. mag,- og mag. art.-prófa
setja prófessorarnir í hlutaðeigandi greinum.
55. gr. a.
Próf í uppeldis- og kennslufræðum.
Prófgreinir eru þessar:
1. Sálarfræði barna og unglinga og uppeldisleg sálarfræði.
2. Almenn uppeldisfræði.
3. Hagnýt kennslufræði.
4. Kennsla.
Próf í tveimur fyrst töldu greinunum er bæði skriflegt og munn-
legt, próf í hagnýtri kennslufræði munnlegt, en í kennslu verklegt.
Einkunnir skulu vera 4 alls, ein fyrir hverja prófgrein.