Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 137
135
Prófið er í tveimur hlutum: fyrra hluta (1. og 2. prófgrein) og
síðara hluta (3. og 4. prófgrein).
Kennsluprófið er í tveimur greinum, aðalgrein og aukagrein, og
reiknast próf aðalgreinar %, en aukagreinar % einkunnar. Stúdent
er ekki heimilt að taka þátt í kennsluæfingum né ljúka kennsluprófi,
fyrr en hann hefur lokið einu prófstigi í kennslugreininni. Stúdent
stenzt ekki prófið, nema hann hafi hlotið hið minnsta einkunnina 7
fyrir kennslu, auk tilskilinna meðaltalseinkunna, sbr. 68. gr.
Háskólinn lætur af hendi prófvottorð undirritað af prófessornum
í uppeldisfræðum.
55. gr. b.
Til þess að öðlast. kennsluréttindi að lögum skal B.A.-prófsmaður
í heimspekideild (sjá 53. gr. I) ljúka til viðbótar prófi í uppeldis- og
kennslufræðum samkv. 55. gr. a. Auk þess skal hann ljúka 3 stigum
í einhverri þessara greina: íslenzku, dönsku, ensku, þýzku, sagnfræði,
landafræði. Aðra námsgrein velji hann úr kennslugreinum gagnfræða-
og menntaskóla, þeim sem kenndar eru til B.A.-prófs, minnst 2 stig.
Ef hann velur 3 greinir, er val þriðju námsgreinar frjálst samkv.
51.gr. 4. lið (eitt stig). Á sama hátt þurfa kandídatar og meistarar
samkv. 54. gr. að ljúka þessu prófi til að öðlast kennsluréttindi að
lögum.
55. gr. c.
Stúdentum, er voru skrásettir samkv. núgildandi reglugerð, skal
heimilt að halda námi áfram samkvæmt þeirri reglugerð (sbr. þó
55.gr. d). Þeim er og heimilt að halda námi áfram samkv. ákvæð-
um 51.—55. gr. b með eftirfarandi skilyrðum:
1. Próf samkv. núgildandi reglugerð verða hluti af B.A.-prófi með
eftirfarandi undantekningum:
a) 1. stigs próf í grein verður það því aðeins, að stúdent Ijúki
a. m. k. einu prófstigi til viðbótar í greininni. Ella verður að
endurtaka prófið.
b) Próf í mannkynssögu verða ekki hluti af B.A.-prófi, nema
stúdentinn taki aukapróf í íslandssögu samkv. nánari regl-
um, sem deildin setur. Heimaritgerð á 3. stigi skal gilda sem
heimaritgerð á 3. stigi í sagnfræði.
c) Fyrri hluti prófs í íslenzkum fræðum verður ekki hluti af
B.A.-prófi. Þó skal heimaritgerð (í málfræði eða bókmennt-
um) gilda sem heimaritgerð á 3. stigi í íslenzku, svo og skal
próf í hljóðfræði halda gildi sínu í B.A.-prófi. Heimaritgerð
í íslandssögu skal gilda sem heimaritgerð á 3. stigi í sagn-
fræði..
2. Stúdent ljúki sex prófstigum í stað fimm.