Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Qupperneq 139
137
stærðfræði, eðlisfræði og líffræði, eitt eða tvö stig í landa- og jarð-
fræði og eitt stig í efnafræði. Verkfræðideild getur með samþykkt
ákveðið, að unnt sé að taka þrjú stig í landa- og jarðfræði, svo og
að heimilt sé að taka þrjú stig í grasafræði og þrjú stig í dýrafræði
og tvö stig í efnafræði. Heimilt er að velja sem aukagrein til eins
eða tveggja prófstiga einhverja af þeim huggreinum, sem kenndar
eru við gagnfræðaskóla. Setja má nánara ákvæði um samval greina.
Nú er ekki kostur hæfra kennara eða fullnægjandi kennsluaðstöðu
í grein, að mati deildarinnar, og er þá heimilt að fella niður kennslu
og próf í greininni. Heimilt er og að fella niður kennslu í grein, ef
þátttaka stúdenta fer niður fyrir visst lágmark, er háskólinn og
menntamálaráðuneytið ákveða. Kveðið skal nánar á um þessi efni með
samþykkt, er háskólaráð gerir, að fenginni tillögu deildarinnar, og
ráðuneytið staðfestir.
Námsskrá til B.A.-prófs skal miða við, að hvert prófstig svari að
jafnaði til 6—8 kennslustunda vikulega eitt háskólaár og að náminu
sé að fullu lokið á þremur árum, þar með talið uppeldis- og kennslu-
fræði og kennsluæfingar. Verkfræðideild setur reglur um námsefni,
að fengnum tillögum kennara í hverri grein. Heimilt er að áskilja
nokkra þekkingu í nauðsynlegum hjálpargreinum, og kveða skal á
í námsskrá um þátttöku í verklegum æfingum. Heimilt er og að
áskilja, að hluti námsefnis skuli vera samning heimaritgerðar á
3. stigi.
3. Prófstig og 'prófhættir.
B.A.-próf í raungreinum er fólgið í sex prófstigum í þremur
greinum, aðalgrein og tveimur aukagreinum, auk prófs í uppeldis-
og kennslufræðum ásamt kennsluæfingum, sbr. 55. gr. a. í aðalgrein
skulu tekin 3 prófstig, 2 stig í annarri aukagreinanna og 1 stig í
hinni. Að þessu prófi loknu öðlast kandídat titilinn B.A. og kennslu-
réttindi við gagnfræðaskóla og sérskóla, sbr. 55. gr. b.
Próf eru skrifleg og munnleg í hverri grein, en þó getur verk-
fræðideild ákveðið, að aðeins skuli prófa munnlega í grein eða ein-
ungis skriflega. Einkunnir eru samtals 6, ein einkunn á hverju stigi.
4. Tímamörk t námi.
Eigi má líða lengri tími en 9 kennslumisseri frá skrásetningu
stúdents í verkfræðideild, þar til hann hefur lokið B.A.-prófi. Ef út
af bregður, skal má nafn hans af stúdentatali. Nú endurinnritast hann,
og er gildi fyrra prófsins þá úti. Forpróf halda þó gildi sínu enn í
4 misseri. Verkfræðideild getur með fundarsamþykkt veitt undan-
þágu frá ákvæðum þessarar málsgreinar um tímamörk.
18