Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Page 140
138
3. gr.
Reglugerðarbreyting þessi tekur þegar gildi, að svo miklu leyti
sem ákvæði hennar kveða ekki öðruvísi á um.
C. LÖG
LÖG nr. 72, 31. des. 1964,
um breyting á lögum nr. 51/1960 og lögum nr. 51/1962,
um breyting á lögum nr. 60/1957 um Háskóla íslands.
1. gr.
2. töluliður 37.gr. laga nr. 60/1957 orðist svo:
2. í læknadeild 13.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
XV. STÖRF STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS
1964—1965
ICfnisIegur útdrátlur úr skýrslu formanns, Auð'ólfs Gunnarssonar,
í Vettvangi Stúdenlarúðs í maí 1965.
Skipun Stúdentaráös.
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Islands fóru fram 8. febr. 1964.
Á kjörskrá voru 984. Atkvæði greiddu 596. Kjörnir voru:
Úr guðfræðideild: Þórhallur Höskuldsson.
Úr læknadeild: Auðólfur Gunnarsson og Gunnar Sigurðsson.
Úr lagadeild: Jón Oddsson.
Úr viðskiptadeild: Örn Marinósson.
Úr heimspekideild: Andrés Indriðason og Vésteinn Ólason.
Úr verkfræðideild: Geir A. Gunnlaugsson.
Fráfarandi ráð kaus úr sínum hópi Þorvarð Elíasson, stud. oecon.
í stjórn Stúdentaráðs voru: Auðólfur Gunnarsson, formaður, Örn
Marinósson, ritari, og Geir Gunnlaugsson, gjaldkeri.
Kosnir voru nú í fyrsta skipti samkvæmt breytingum á lögum um
stúdentaráð sérstakir yfirmenn utanríkismála og almennra félags-