Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Síða 142
140
aðallega þeir Gunnar Sigurðsson og Lúðvíg Albertsson fyrir hönd
SHl, en SÍSE sá um kaflann um nám erlendis.
Kaffistofa.
Kaffistofa stúdenta, sem orðin var allt of lítil, var stækkuð á ár-
inu. Bætt var við hana herbergi því, er bóksalan hafði. Fluttist bók-
salan yfir í félagsherbergi læknanema, sem fluttu sig í herbergi það,
sem Orator hafði áður haft, eftir að gerðar höfðu verið á því nokkr-
ar breytingar. Orator og félag viðskiptafræðinema fengu inni á Ara-
götu 9. Með þessu er mikil bót á orðin um starfsemi kaffistofunnar.
NámsJcynning.
Á s.l. sumri stóð stúdentaráð ásamt SÍSE að kynningu á háskóla-
námi í Iþöku. Kynningin var sæmilega sótt.
Ýmis mál.
Um miðjan febrúar voru húsakynni Háskólans lánuð Norðurlanda-
ráði til fundarhalda í vikutíma. Hafði þetta í för með sér mikla rösk-
un á kennslu í skólanum þetta tímabil. Fluttist hún að mestu út í
bæ, en féll að nokkru niður í sumum greinum. Samþykkti SHÍ ein-
róma eftirfarandi mótmæli og sendi þau viðkomandi aðilum:
Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega þeirri ráðstöfun
Alþingis og Háskólaráðs að taka húsnæði Háskóla íslands til fund-
arhalds og raska þannig allri kennslu Háskólans.
Byggingar hjónagarða.
Stúdentaráð ákvað að hefjast handa um almenna rannsókn á hús-
næðisaðstöðu stúdenta. Var í því skyni skipuð fimm manna nefnd,
þar sem stúdentaráð tilnefndi 4 menn, og fyrir tilmæli ráðsins kaus
Garðsstjórn þann fimmta. Skyldi nefndin kanna fjölda giftra stú-
denta hérlendis, barnafjölda þeirra og aðstöðu þeirra í húsnæðis-
málum. Einnig átti nefndin að afla upplýsinga um hliðstæð atriði
hjá stúdentasamböndum hinna Norðurlandanna, svo og hvaða leiðir
væru þar farnar til að sjá stúdentum fyrir húsnæði. Þá átti nefndin
að koma fram með hugmyndir eða tillögur um hugsanlegar leiðir
hérlendis, ef tök væru á. Nefndin hóf störf þegar vorið 1964 og lauk
þeim um mánaðamótin október og nóvember s. á. og lagði þá fyrir
stúdentaráð skýrslu yfir athuganir sínar. Skýrslan leiddi m. a. í ljós,
að hlutfallstala giftra og trúlofaðra stúdenta, svo og stúdenta með
börn, er til muna hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.
I lok skýrslunnar bendir nefndin á nauðsyn skjótra úrbóta hér og
nefnir eftirfarandi hugmyndir varðandi sjálfar framkvæmdirnar: