Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1965, Side 143
141
1. Byggðir verði fullkomnir hjónagarðar á háskólalóðinni í áföng-
um, eftir að sérfræðingum hefur verið falið að gera tillögur um hag-
kvæmast fyrirkomulag þeirra og allan útbúnað.
2. Ef ekki reynist kleift að standa straum af byggingu þeirra
með frjálsum framlögum ríkis, bæjar- og sveitarfélaga, svo og ein-
staklinga, verði þeir byggðir á grundvelli lánakjara Húsnæðismála-
stjórnar eða eftir báðum fjárveitingaleiðum í nánar ákveðnum hlut-
föllum.
3. Stefnt verði að því að reisa nægilegt íbúðarhúsnæði til handa
öllum stúdentum í hjúskap, jafnt sem einhleypum, svo sem stefnan
er á hinum Norðurlöndunum, og verði hlutazt til um setningu lög-
gjafar um þau efni.
Stúdentaráð samþykkti skýrsluna sem ályktun um húsnæðismál
stúdenta. Var skýrslan síðan, ásamt ályktuninni, fjölrituð og látin
fylgja Stúdentablaðinu 1. desember, og einnig send ýmsum aðiljum,
svo sem háskólaráði, menntamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og öll-
um alþingismönnum.
Á fundi í Háskólaráði 4. febr. 1965 samþykkti það tillögur um
nefndarskipun, sbr. Annál Háskólans, bls. 38 að framan, og kaus tvo
menn af sinni hálfu.
Almenn félagsmál.
Fyrirlestrahald.
Snemma á starfstíma þessa Stúdentaráðs kom þar fram sú hug-
mynd, að gerð yrði tilraun til að koma á fyrirlestrahaldi á vegum
Stúdentaráðs. Flutti Hörður Ágústsson listmálari þrjá fyrirlestra um
sögu íslenzkrar byggingarlistar. Þá flutti Tómas Helgason fyrirlestur
um geðsjúkdóma á íslandi, en hann hefur skrifað doktorsritgerð um
það efni. Góð aðsókn var að fyrirlestrunum.
Hinn 20. apríl 1964 var haldinn í Sigtúni umræðufundur um Kefla-
víkursjónvarpið. Frummælendur voru prófessor Þórhallur Vilmund-
arson, Vignir Guðmundsson, blaðamaður, Jón E. Ragnarsson, stud.
jur., og Vésteinn Ólason, stud. mag. Fundarstjóri var Friðrik Sophus-
son. Fundurinn var vel sóttur, umræður urðu f jörugar og tóku stú-
dentar talsverðan þátt í þeim.
Annar umræðufundur var haldinn í Sigtúni 22. okt. 1964 og var
umræðuefnið leikhúsmál. Frummælendur voru Guðlaugur Rósinkranz,
þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, og Þorleifur Hauks-