Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Síða 6
4
menn léku Introitus urn stef úr ÞorlákstíÖum, er dr. Róbert
A. Ottósson samdi, og gengu rektor, háskólaráðsmenn og aðrir
kennarar í salinn, meðan stefið var leikið. Þá lék strengja-
hljómsveit undir forystu Björns Ólafssonar þætti úr Concerto
gosso í d-moll eftir A. Vivaldi, og Guömundur Jónsson, óperu-
söngvari, söng þrjú lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
Að svo búnu flutti rektor, prófessor Ármann Snœvari', ræðu þá,
sem hér fer á eftir:
Virðulegu handhafar forsetavalds, hæstvirtu ráðherrar, sendi-
herrar erlendra ríkja, kæru samkennarar, kæru stúdentar, aðr-
ir háttvirtir gestir.
Vegna Háskóla íslands veitist mér sú ánægja að bjóða yður
öll velkomin á háskólahátið, sem að venju er haldin fyrsta
vetrardag. Ég leyfi mér sérstaklega að þakka hinum virðu-
legu handhöfum forsetavalds fyrir þá sæmd, er þeir sýna Há-
skólanum með því að sækja háskólahátíð.
Ég býð velkomna hæstvirta ráðherra, er sýnt hafa Háskói-
anum þá sæmd að sækja háskólahátíð.
Det er mig en glæde at kunne onske rektor for Kobenhavns
TandlægehojskoJe, professor P. O. Pedersen, velkommen som
vor gæst her i dag og som vi har liaft den fornojelse at se som
vor gæst den sidste uge. Jeg byder Dem, herr rektor, hjerte-
ligt velkommen.
Ég býð velkominn fulltrúa Þjóðræknisfélags Vestur-lslend-
inga, Gretti Jóhannsson ræðismann. Er það mikil ánægja, að
hann og kona hans gátu þegið boð Háskólans um að sækja
háskólahátíð.
Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, átti 50 ára kandí-
datsafmæli í vor, en vegna dvalar erlendis getur hann ekki sótt
háskólahátíð. Háskólinn hefir í dag sent honum kveðju og
hamingjuóskir vegna kandídatsafmælisins. Háskólinn hefir og
sent kveðju Helga augnlækni Skúlasyni, sem einnig er 50 ára
kandídat, en gat ekki sótt hátíðina. Vér höfum þá ánægju að
bjóða velkomna hingað í dag þrjá af júbilkandídötum, séra Jón
prófast Guðnason, séra Jósef prófast Jónsson og Steindór Gunn-