Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 7
5
laugsson lögfræðing. Óska ég þeim öllum til hamingju og árna
þeim allra heilla.
Dr. Páll ísólfsson tónskáld hefir sýnt Háskólanum þá sæmd
að leyfa, að nýtt lag eftir hann væri sungið hér í dag í fyrsta
sinni, og kann ég honum alúðarþökk fyrir það. Þakka ég dr.
Páli jafnframt tryggð hans við Háskólann.
I.
Árlegar hátíðir sem háskólahátíð vor minna oss á hrað-
fleygi tímans, sem gefur ekki grið — „fugit irreparabile tem-
pus“, eins og Vergilius kvað forðum. Hvert háskólaár hefir sín
sérkenni. Árgangarnir eru næsta mismunandi, sem sækja
hverja deild, og þetta sístreymi ungs fólks að Háskólanum
og kynni við það gerir starfið hér heillandi. Atburðarás há-
skólaáranna er sífelld verðandi, en gleði starfsins er söm og
ein, þegar litið er um öxl. Hvert háskólaár felur í sér dýrmæta
starfsreynslu fyrir hvert okkar um sig, en jafnframt er það
ár veigamikill skerfur í reynslusjóð stofnunarinnar, sem blífur.
Mest er það að mega lifa og starfa. Vér erum forsjóninni þakk-
lát fyrir umliðið ár og blessum liðna stund.
Háskólinn brautskráði s.l. ár 70 kandídata, sem hann hefir
veitt nokkurt brautargengi um árabil. Óska ég kandídötunum
öllum gæfu og gengis og vona, að námsvistin hafi verið þeim
þroskasamleg. Tengsl kandídata við Alma Mater eru því miður
allt of lítil, og vill Háskólinn vinna að því, að þau tengsl öll verði
nánari, og væri að því mikill styrkur bæði fyrir Háskólann og
kandídatana. I því efni er það mikilvægt, að Háskólinn skipu-
leggi námskeið fyrir kandídata í ýmsum háskólagreinum, sér-
staklega um nýjungar í fræðigreinum, en öðrum þræði til upp-
rifjunar. Háskólamenn eru aldrei fullnuma, menn þurfa að end-
urnýja þekkingu sína, halda henni við og bæta við sig. Vísinda-
legar framfarir eru örar, menn eru sífellt að uppgötva ný sann-
indi, og því er kollvarpað, sem áður var haft fyrir satt. Há-
skólinn þarf að koma til móts við kandídata í þekkingarleit
þeirra, og hefir hann reyndar gert það síðustu árin, þótt þessi
hluti háskólastarfsins sé enn í deiglu. í því sambandi ber einn-